sunnudagur, mars 07, 2004

Spennufall af spennufalli ofan!!! :)

Söngkeppnin í gær :) GVUÐ þetta var svo frábært og æðislegt og ég er svo stolt af því að hafa tekið þátt, ég er mjög ánægð með útkomuna hjá okkur "Brotin rif" eins og grúbban kallar sig (Ég, Karen og Ásta)... Við vorum nú ekki í neinu sæti en hey... við erum sigurvegarar í mínu hjarta :) En ég vil óska Bigga til hamingju með sigurinn ;)
já... spennufall... ég hugsa að ég hafi fengið eitt slíkt eftir keppnina í gær, ó sei sei já!!! úff... ég hélt að heilinn minn ætlaði að springa... sum sé ég fékk þennan líka rosalega höfuðverk!!! Þannig já... ég Stuðbjörgin sjálf gat ekki staðið undir nafni og stuðað liðið þarna innfrá á ballinu, en ég held að það hafi ekki verið nein þörf á því, því eftir því sem ég best veit þá var alveg rosalegt stuð, enda Stuðmenn að spila ;) ...

Gauti frændi minn á afmæli í dag, hann er hálf áttræður karlinn, þannig þið getir reiknað hversu gamall hann er... smá hint ... 40 ;) Til hamingju með daginn Gauti :*

ég er að fara að vinna þannig þetta verður ekki lengra

chio

Engin ummæli: