Jæja þá er maður komin heim í sæluna :)
Kom reyndar í gær, nennti ekki að blogga :p
Ég sé að hún Guðbjörg hefur verið mjöööööög duglega að blogga :)
Hef ekki komist í tölvu í rúma viku og verð bara að segja alveg eins og er þá saknaði ég þess ekkert :p Svo núna veit ég að ég get allavega lifað af án tölvu í heila viku. Efa samt að ég lifi eitthvað lengur af en það... :op hehe
Ferðin suður var bara einfaldlega brilliant út í gegn =)
Kynntist fullt af nýju skemmtilegu fólki ;) og lærði alveg heilan helling :)
Landsspítalinn Hásskólasjúkrahús (verð víst að hafa þetta rétt ;)....) er ekkert smá stór og villandi. Ég þakka bara guði fyrir að hafa ekki einfaldlega týnst þarna. Fullt af göngum, álmum og svo framveigis.
Samt er eitt sem mér finnst standa uppi í þessu verknámi og það er að ég fékk að sjá tvær aðgerðir, það var ekkert smá töff :) Ég veit að ég hljóma eins og einhver klikkhaus, eeen vá þetta var töff :) Fékk að sjá eina lokaða aðgerð og eina opna. Í þeirri lokaðri var verið að taka gallblöðruna. Stungin fjögur göt á kviðarholið og stungið myndavél í. Ætla ekkert að vera lýsa þessu neitt vel hérna :) síðan þegar það var búið að taka gallblöðruna út og ganga frá sjúklinginum. Skar læknirinn blöðruna og þá flæddi út gallsteinar. Enginn furða að manneskjan fékk mikið af verkjum.
Vitið þið hvað er ferðamáti frá hel****??..................... STRÆTÓ!!!
Ég var í Kópavogi í verkalýðsíbúðinni sem Bolungarvík á. Þurfti að ferðast þaðan með strætó til Landsspítalans. Þetta var hreint út sagt tímaeyðsla :p ég þurfti að vakna klukkan korter yfir sex (því ég er svo lengi að hafa mig til :p ....) Strætó (leið 18 ;) ) fór kl 7:05 frá strætóskýlinu rétt hjá íbúðinni. Fórum með honum smá rúnt niðrí mjódd biðum þar í smástund. Þar til leið 111 eða 112 kæmu, síðan endar maður hjá spítlanum sirkar 10/20 mín í átta. En samt var þetta allti lagi á morgnanna. Þá var maður "rænulaus" og tók ekkert eftir því hvað tímanum leið. En á daginn var þetta alls ekki skemmtilegur ferðamáti =op En maður má víst ekki kvarta, þó svo að ég geri það hér ;) hehe
Eins og ég nefndi hér að ofan kom ég heim í gær.
Var greinilega ekki búin að vera nógu lengi í burtu því ég var greinilega ekki byrjuð að sakna "rifrildann" sem fjölskyldan mín á í einstaka sinnum (eins og margar aðrar ;)...) Því á leiðinni heim frá flugvellinum voru fjölskyldan mín bara einfaldlega eins og hún er :) hehe. Bað reyndar pabba að snúa við því ég ætlaði aftur suður. Hann hló bara að mér :) skil ekki af hverju? ég var að meina það ;) hehe
Síðan fór ég á söngvakeppnina, koma BARA ;) heim til að sjá stelpurnar syngja. Ég sá nú alls ekki eftir því. Því þær voru ÆÐI :) Awww ég var ekkert smá stolt :* En vá hvað Bigga atriði var töff! :) Ég og Gunna Dóra vorum svo að vona að hann myndi vinna, vildum að það væri flott atriði frá skólanum í ár :) hehe
Jæja nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara að fá mér að borða og skríða aftur undir sæng ;) hehe
--{-@ *Hilsen* @-}--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli