
Fór á leikrit á föstudaginn síðasta, á Gretti. Alveg magnað leikrit

Ég hló mig mátlausa s.s. af Tómasi Árna í presthlutverkinu og Ársæli í öllum sínum hlutverkum

Svo voru reyndar allir frábærir í þessu leikriti

Svo fór ég með Karitas og Hemma rúntinn, langt síðan ég hef gert eitthvað með þeim


Við bloggsysturnar erum orðnar svoldið latar við að blogga, sem er ekki nógu gott......held ég

Vááá hvað ég er búin að vera dugleg



En mér finnst ég samt hafa verið dugleg, svo á morgun ætla ég að undirbúa íslenskuritgerðina. Ef til vill skrifa hana bara alla ef ég verð svona dugleg.......já eins og það eigi eftir að ske

Eruð þið búin að lesa á mbl.is að það á að gera hringadróttinssögu að söngleik?? Ætli það verði ekki soldið skrautlegt og sýningatíminn á að vera 3 og 1/2 klukkustund!!

Sáuð þið líka fréttina með 69.ára gamla kallinn í Flórída sem ók yfir fyrverandi eiginkonu (59.ára) sína og tengdamóður (85.ára) sína.

Eeen jæja þá er komin háttartími fyrir svona þreytta


--{-@ * Hilsen * @-}--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli