þriðjudagur, mars 30, 2004

Hugleiðing.... :)

Já... ég asnaðist til þess að koma með einhvern kosningaráróður hérna á síðunni um daginn, hvort mar ætti ekki bara að bjóða sig fram í næstu stjórn NM , og ég, litla greyið, er búin að vera fyrir svo miklu aðkasti vegna þessa að ég er barasta bara að spá í því að bjóða mig fram;) aðkastið sem ég er búin að verða fyrir er samt sem áður bara að hinu góða !! ;) býð mig fram í einhverja stöður ;)... Þetta er hugleiðing næstu daga :)

Páskafríið byrjar eftir 3 daga, 3 kennsludagar eftir og svo á fjórða degi er ég flogin :) djö... ég er farin að hlakka svo til ;)

Fyrirlesturinn minn í sögu203 gekk alveg prýðilega, ég kom þessu mjög vel frá mér, svo mun ég fá mér innblástur í Hollandinu yfir ritgerðinni um Útrýmingarbúðirnar...
Sálfræðipróf á morgun... eins og það er nú mikil öskrandi hamingja :) hehe... víí...
Hey já.... Ég fékk rúma 7 á þýskuprófinu :) já elskunar, þetta á ég til, að vera svoldið klár ;)

Ég er farin að gera eitthvað, hugsa um komandi kosningar :þ

DOEI

sunnudagur, mars 28, 2004

Nei skvo hún bloggar bara aftur ;)

Já kraftaverkin gerast góðir hálsar :) hehe

You Should Date An Italian!
You love for old fashioned romance, with an old fashioned guy

An Italian guy is the perfect candidate to be your prince charming

If your head doesn't spin enough, just down another espresso with him

Invest in a motorcycle helmet - and some carb blocker for all that pasta!


Ég er skvo alls ekki að fríka út í prófa-tökum ;) hehe






You Are Most Like Charlotte!
You are the ultimate romantic idealist

You've been hurt before, but that hasn't caused you to give up on love.

If anything, your resolve to fall in love is stronger than ever.

And it's this feminine optimism that men find most appealing about you.



Romantic prediction: That guy you are seeing (or crushing on)?

Could be very serious - if you play your cards right!


Þetta er hneyksli...............................

Já ég get ekki sagt annað. Ég hef ekki bloggað í HEILA viku. *hóst*ég er að verða eins og sumir ;) *hóst* Nefnum engin nöfn hér ;) hehe

En jám, hvað um það. Ég hef nú frá voða litlu að segja. Sem mér finnst vera hryllilega sorglegt. Ekki búin að blogga í heila í viku og hafa ekkert að segja. How sad is that.

Það styttist óðfluga í það að páskafríð byrji :D Vúbbbííí ..... Hlakkar ykkur ekki til?
Vá hvað mér hlakkar til að fá að sofa út, getið varla ímyndað ykkur það :) En ætli það verði nú ekki lítið um solleiðis hluti. Af því að ég er að fá lítið “barn” :) hehe
Ég er að fara til RVK á föstudaginn eins og margir aðrir nemendur Menntaskólans á Ísafirði. Því það er söngkeppni framhaldsskólanna á laugardaginn næsta. Vá hvað mér hlakka :D Síðan er ég að fá hana Heklu mína og hitt fullt af skemmtilegu fólki ;) Svo ætla ég og Guðbjörg að gera eitthvað skemmtilegt á föstudeiginum. Kaffihús, sund eða eitthvað :) Af því að hún er að fara út á laugardeiginum, mér hafði fundist það vera lágmark að bjóða sambloggara sínum með til Amsterdam. En svo virðist ekki vera ;)
Vííí þetta verður svooo gaman :) Alveg heill hellingur að ske...hehe

Váá þetta er búin að vera skemmtileg helgi :-D Ammæli hjá Gunnu Dóru á föstudaginn, fylgdardama ;) á laugardaginn og svo ball með Hraun á laugardaginn. Geggjað stuða. Fékk að tjútta með Guðbjörgu eins og hún nefnir hér að neðan. Ég bara einfaldlega nenni ekki að segja ítarlega frá þessu. Ekki eins og þið nennið að lesa það ;) hehe

Oj það er svo leiðinlegur dagur á morgun, mánudagar eru verstir dagar í vikunnar. Ekki eingöngu vegna þess að þetta er fyrsti dagurinn eftir helgi, heldur líka vegna þess að á mánudögum er ég svo lengi í skólanum. Sem gerir mánudag enn þá verri en þeir eru. Allti lagi að hafa langa daga í miðri viku. En ekki svona í byrjun vikunar.

Vá ég er að fara að útskrifast í vor! Þetta rann upp fyrir mér á fimmtudaginn (var það ekki annars á fimmtudaginn?...h.m..m..m....). Var að láta mæla á mér höfuðið og þá bara rann það upp fyrir mér að þetta er allt að fara að skella á. Þegar ég fer suður á næstu helgi mun ég fara að máta dragtir og svona. Verð að vera smart þegar ég dett í kirkjunni, er það ekki Guðbjörg? ;) hehe... Allt að gerast :op

Jæja ég held að ég láti þetta gott heita í bili...
Er ég ekki búin að skrifa nóg til að bæta upp síðstu viku? ;)
Góða nótt snuddurnar mínar :*

--{-@ *Hilsen* @-}--

Þetta er eins og að vera fluga en heita býfluga :)

wow... Gærkvöldið var ÆÐI :D byrjaði á því að hann Bjarni elska kom og sótti mig á deitið ;) hehe... og svo fékk Óttar að koma með, þannig þetta var svona threesome deit (engar sorahugsanir takk ;)) OG skunduðum við á árshátíðini hjá GB, þetta var alveg fínasta fín árshátíð, mar gat alveg hleigið og haft gaman sko, sei sei já...
Ég er smitberi, ég náði að smita Bjarna og svo Óttar eiginlega líka að koma á ball með Hraun í Krúsinni, svo bættist Gunna Dóra ó hópinn og svo Birna Hjaltalína, við sprelluðum aðeins hérna útí Vík áður enn við fórum á ballið og svo var SPRELLAÐ ennþá MEIRA á Ísó :) það var sérstaklega prýðilegt :) Fyrsti maðurinn sem ég sá þegar ég labbaði niður stigann í Krúsinni var Halli Hró, og mér fannst það nokkuð fyndið að sjá hann þarna, einhverra hluta vegna. En hún Vera mín var þarna og Berta og Hjörtur, við tjúttuðum saman allur þessi stóri hópur, Snævar og Biggi fengu líka að vera með , auðvitað:)
__---__ Takk krakkar fyrir æðislegt kvöld__--__

Í dag sko... í dag sko er búið að vera gaman :D var að koma heim, rjóð, blaut og sælleg, einhverjir farnir að misskylja ha??? Ég, pabbi og Helga Guðrún fórum uppá heiði, með skíði, snjósleða og bretti okkur til gleði :) við vorum í svona þrjá til fjóra tíma!! :) Ég lagði í það að prófa brettið hennar Helgu, ég var svoldið mikið völt á brettinu og er því svoldið aum í hnjánum, RASSINUM :-/ og svo kenni ég til í lærunum, vegna álags, svo er öklinn eitthvað að stríða mér bölvaður :) Helga var myndasmiður þegar ég var að æfa mig, tók nokkra sek. myndbrot á myndavélina mína þegar ég var öskrandi ,,Ég er að detta, ég er að detta og svo ... nei ég datt ekki :) og svona skemmtileg heit, svo var rúntað á sleðum og svona GEÐVEIKT :):):) Gaman ... :):):)

Næst á dagskrá er sturta, ath hvernig man utd. og Arsenal leikurinn fór og svo klára þennan blessaða Sögu fyrirlestur!!

DOEI

föstudagur, mars 26, 2004

Karlmannslaus helgi...

já... ég er eins :( ég hef ekkert að gera á helginni, jú á morgun hef ég eitthvað að gera og er búin að plana það að hitta hana Veru, en í kvöld, hvað á ég að gera í kvöld ?? :( Gunnar er búinn að stinga mig af og farinn á Glámu, það eru einhverjir tækjadagar hjá björgunarsveitunum, og því er ég bara ein í heiminum :´( og það er BARA leiðinlegt ... og sorglegt... en jæja ég verð víst að finna mér eitthvað að gera. Uppástungur?

Ég var að vinna í dag, frá kl 11 til 17 á Shell, æðislegt :) money money money :þ Já svo tilkynnti mamma mér það í gær að þann 4.apríl fer ég og náttla mamma og Clemens á leik Ajax og Gonning (held að það sé skrifað svona ;)) Aldrei að vita að mar hiti vini sína síðan í sumar þegar ég sá og hitti leikmenn Ajax á æfingu ;) hehe ... segi svona :þ en myndavélin verður á loftir og aldrei að vita nema ég bjóði fólki heim að skoða myndir... eins og einhver hafi áhuga á því ;þ
Árshátíð Grunnskólans á morgun... allir að mæta eða hvað? ég fer á sýninguna kl20, skemmtilegt nok.

Herðu já .. ég fékk tilkynningu frá Gósý á fimmtudaginn þegar ég var að fá aðstoð við það að setja fög inná valblaðið mitt, tilkynningin var þess efnis að ég hefði ekki nægilega skarpar línur fyrir það sem ég vil gera í framtíðinni, hvert nám mitt og hugusr stefnir, þannig ég Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir ætla að fara í áhugasviðspróf hjá kellu og athuga hvort ég eigi að vera einstæð móðir eða forseti Íslands, Kjósið Guðbjörgu, X við G
Svo vorum við nú að tala um það í skólanum um daginn, af hverju enginn víkari bjjóði sig fram í einhverja stöðu í NMÍ??? ég ætla að bjóða mig fram í eitthvað í næstkomandi kosningum ;) hvernig hljómar það?

Ég er mikið að spá í að fara í sturtu, svona til þess að losa mig við shell lyktina ;) ekki það að ég þurfi þess því það mun enginn vera í kringum mig í kvöld þannig... :( ég ætla að fara að velta mér uppúr sjálfvorkun í sturtu ;)

Doie

miðvikudagur, mars 24, 2004

GUNNA DÓRA 19ÁRA Í DAG :) :*

Yndislegur dagur ... :) einhvernveginn er dagurinn bara yndislegur þó sumir hafi mátt passa á sér þverrifuna í skólanum í dag hást *Óttar* hóst ;) þessi elska ;) hehe.... sniðugt.. alltaf næg umræðuefni í eyðum :)

Það er afmælisbarn í dag hún Guðrún Halldóra Halldórsdóttir ROOMMADE hún ku vera 19 ára í dag, sem gerir hana 365 dögum frá því að komast, löglega í ríkið, það er mikill áfangi fyrir hana blessunina ;) til hamingju með daginn Gunna mín, þó svo að ég sé búin að knúza þig , góð vísa er aldrei of oft kveðin :)

Vitleysingarnir Bjarni og Óttar eru komnir með bloggsíðu blessaðir drengirnir, maður fær aldrei nóg af þessum elskum þannig endilega kíkja á síðuna hjá þeim :) folk.is/leifarnar

Helga Guðrún systir er í 10bekk, og árshátíðin hja GB er á laugardaginn og 10bekkur er alveg að hamast við það að gera kennaragrínið... ég sit með það hérna fyrir framan mig og ég veit hvernig þessu verður öllu háttað, ég meina mar var í þessu sömu sporum fyrir þrem árum... djö hvað mar er orðin gamall .... :) sorglegt? úff En allavega... mæli með árshátíðinni í ár.. held ég :þ

Herðu það er víst þýskupróf á morgun.... læra??? já... er það ekki ?? jú.. þarf að fara að sína smá lit í þessu :þ Svo eru ekki nema 10dagar í Hollandið :) herðu ég er hérna með fyrirspurn... því ég og Vera erum svo æðislegar, eigum við þá að hafa einhverja myndasíðu hérna á blogginu?? pæling, endilega tjáið ykkur um það, svo er aldrei að vita nema þið komist í hús þeirra frægu og birtist á myndum hjá OKKUR :) víí....

Þýskan bíður...
chio

þriðjudagur, mars 23, 2004

húsmamman ég :)

já.... mér leið barasta eins og móður í dag ;) hehe... ég var búin í "vinunni" sum sé skólanum og fór þá að ná í barnið úr pössun, náði í Önnu Margréti í pössun til ömmur. Svo fór ég, Gunnar og Anna fram í hesthús og þar þreif ég hjá kindunum, svo rét eftir kl19 var farið heim og eldað, ég eldaði sko, steikti hakk, sauð pasta og kartöflur með :) svo búði ég til búðing í eftirmat :) ég verð sko myndarlegasta húskóðir ever ;) hehehe... en ekki strax :þ

Ég er búin með íslenskuritgerðina mína... yess... búið að laga hana og allt :) víí...
það eru 11 dagar í Hollandsferðina og Söngkeppni framhaldsskólanna ... :) gó Biggi, gó Biggi gó :D

jæja.. ég er alveg hætt að nenna skrifa eitthvað af viti hérna inná síðuna :-/ sorry ... ég bara já... aji eitthvað... þarf að fara að vinna í ritgerðinni fyrir sögu... eða fara að sofa??? viti menn... ég veit það ekki

chio

sunnudagur, mars 21, 2004

jakkpjakk það er kominn vetur............... aftur ;) hehe


Já góðir hálsar (og aðrir líkamspartar haha alltaf jafn fyndið ) það er kominn vetur. Það hefur ekki hætt að snjóa í allan dag. Allavegana hef ég ekki tekið eftir því. Ég er pínu svekt að það sé komin snjór, aftur. Mér finnst svoldið ljótt af veðuruguðunum að stríða manni svona. Koma með æðislegt veður, sól og blíðu. Alveg eins og er á vorin og svo bara *puff* og það fer að snjóa. Mér líkar ekki þessi stríðni hjá þeim Ekki það að maður eigi að kvarta, það er nú mars, þannig að það á eiginlega að snjóa og það á að vera vont veður. Hvort sem maður líkar það betur eða verr, en samt pínu svekkjandi

Þessi helgi stóðst ekki helgarplanið mitt. uss, við skulum bara ekkert hafa hátt um það hehe

Ég skal nú segja ykkur svoldið furðulegt sem ég heyrði á Bylgjunni í síðustu viku, minnir að það hafi verið á þriðjudaginn. Allavega það var maður í Afganistan sem var færður fyrir rétt fyrir að r**a asna!!! Hann hafði það sér fyrir málsbætur að hann hafði ekki efni á því að gifta sig. Það kostar víst 250.000 kr að kvænast þarna úti.(Hey! Guðbjörg pabbi þinn yrði nú bara slatti ríkur ef þið ættuð heima þarna úti hehe) Þú þarft s.s. að borga fjölskyldu stúlkunar þennan pening. Og hann hafði einfaldlega ekki efni á því. Svo hann ákvað bara að nota asnan til að svala sinni kynþörf íiiúúúú. Dómarinn vorkenndi kauða svo mikið að hann sleppti honum. jáhá! ég spyr bara hvernig er heimurinn eiginlega orðinn? Vorkenni reyndar asnanum mest hehe

*dæs* ég er að hlusta á Bylgjuna og það er svona rólegt og gott eins og það er alltaf á sunnudagskvöldum. Maður hoppar nú bara aftur í grunnskóla í huganum við það heyra sum af þessum lögum :) hehe Er einmitt að hlusta á lagið Please Forgive Me með Bryan Adams akkúrat núna. Það var nú vangað við það lag nokkrum sinnum

Okei, af því að ég er í svo miklu stuði núna að miðla fréttum þá var ég að lesa þessa áðan:
Stephen Fogelman 8 ára gamla strákur sem gengur í skóla í Branson í Mississippi var rekin úr skólanum fyrir að kyssa skólasystur sína á kinnina. Skólayfirvöld sögðu þetta vera kynferðislega áreitni. Foreldrar stráksa reyndu nú að benda þeim á að strákurinn hefði nú enga hugmynd um það hvað kynferðisleg áreitni væri. Hann ætlaði bara að vera vinalegur við skólasystur sína og ekkert annað hefði vakað fyrir honum. En skólayfirvöld sátu fast við sitt. Ég er bara orðslaus! Við(s.s. bekkurinn minn) vorum einmitt að tala um svipað mál í lyfhrifafræðitíma í síðustuviku. Þetta er alveg út í hött! Hvað er eiginlega að fólki!?! Er heimurinn virkilega að verða svona? Þó svo að Bandaríkjamenn eru þekktir fyrir að fara með allt út í öfgar þá er þetta algjörlega útí hött, ég á ekki til orð!

Jæja ég nenni ekki að miðla fleiri fréttum til ykkar. Hef hvort sem er ekkert krassandi að segja
Eigið góða kvöldstund....
--{-@ * Hilsen * @-}--

föstudagur, mars 19, 2004

krassandi, smassandi, frassandi, rassandi ....

sko... ef síðan er ekki nægileg krassandi fyrir einhvern þá.. okei... ekki skoða síðuna;) ég mundi alveg geta sett eitthvað krassandi á síðuna, hver var er með hverjum, hverjir fóru heim með hverjum og svo framvegis, en ég hef mín takmörk... og ég er ekki þannig manneskja sem vil auglýsa það á netinu hvað aðrir eru að gera og hvað þeir gerðu :)

Á þessari helgi bíður mín 16tíma vinnuhelgi á Shell, það er ekkert mikið sko... en alveg nóg ;) En ég get kúrt mig og minn í kaf í fyrramálið.. ahhh.... það er svo notalegt :) FRÁBÆRT
Haldið ekki að ég hafi ekki bara klárað íslenskuritgerðina mína í dag :) og byrjað á ritgerðinni í sögu, æðislegt alveg....
Svo er ég komi með far suður, morgunvél á föstudeginum :) víí... 15dagar þar til ég fer út.

en já... vinna kl17, best að fara að drífa sig

chio

miðvikudagur, mars 17, 2004

Segið mér...

...hérna hver heldur því fram að það sé eitthvað vit í þessu???

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationFashion designer
Yearly income$705,710
Hours per week you work7
EducationOver 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Hvað þá þessu??

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationWriter
Yearly income$45,479
Hours per week you work4
EducationUp to 4 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!



hvað hef ég gert til þess að fá svona svör???

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationMaid
Yearly income$368,676
Hours per week you work31
EducationHigh school graduate
Created with quill18's MemeGen 3.0!


aji... þetta eru hvort sem er svo asnaleg próf!!! mér er alveg sama, ég trúi þessu ekki... :-þ ég ætla að verða allt annað en allt þetta sem kom fram í nafninu mínu...

Ég var að spá, hver vill vera með mér í "byltingu" ??? að safna udirskriftum til þess að breita dómslögunum hérna í landinu, eða hvað þetta er kallað, ég er að meina að hækka eða þyngja dómana á Íslandi, þá sérstaklega fyrir kynferðisafbrot, morð og svo framvegis???!!!???!! Dómarnir fyrir það að vera með dóp og svona eru alveg nægilega þungir!!! hver er með??

Það eru sko afmælisbörn í dag :) mér finnst svo æðislegt þegar einhver á afmæli :) Hann Bjarni "minn", bróðir, tvíburabróðir, vinur og félagi ;) er 19ára í dag þessi elska... til hamingju með daginn :*
Svo er það litla mágkona mín, tilvonandi, hún Sigríður Magnea, systir Gunnars auðvitað, 9ára í dag, til hamingju með daginn dúlla :*

ég sit hérna í tölvustofunni og er að bíða þar til klukkan slái 17:00 því þá er Gunnar búinn að vinna, ég er svo hugulsöm að bíða eftir honum :*

Það var svo leiðinlegt að vakna í morgun, að líta út um gluggan og sjá..... SNJÓ!!!!!! hann er nú farinn núna en hann var þar í morgun og það var kalt!! Samt var svo gott veður undanfarna dag.... ha... heitt og gott :) sól og blíða :)

chio fólkið mitt :) :*

þriðjudagur, mars 16, 2004

Mætt aftur!! :)

hey alíjubba....
ja hérna hér... ég er ekki búin að skrifa hérna inná síðan.... ummm... á föstudaginn??!! það er aldeilis. Helgin hjá mér var ÆÐISLEG, fór úta Ingjaldssand með allri tengdarfjölskyldunni (eða allavega hluta hennar). Svala var að halda uppá tvítugsafmælið sitt :) mega gaman... það var ekkert sem klikkaði, ekki einu sinnu veðrið.... jú það var eitt sem klikkaði... Gunnar kom ekki fyrr en á laugardaginn út eftir, þessi hestaleiðangur hans tók aðeins lengri tíma en áætlað var!!!

Hey, ég var að spá... og ég var að spauglera.... Ætlar fólk á einkabílum eða í rútu suður á söngkeppnina???? ég bara spyr og nota bene það eru 19dagar þanngað til ;) ég er farin að hlakka ALLTOF mikið tl þess að fara út til mömmu ég mun örugglega fara yfir um áður en ég kemst uppí flugvélina... Ég er búin að biðja Veru um það að það verði farið extra vel yfir flugvélina til Amsterdam í fluginu mínu... hún Vera mín hefur samböndin, frændi hennar vinnur á Keflarvíkurflugvelli ;) humm... þá er ég save :D

jæja... það er best að fara að hleypa dóttur minni út til þess að pissa morgun pissið... Dýrka hana alveg útaf lífinu :) Vera fær þetta móðureðli von bráðar... ef það sé ekki nú þegar komið ;)

hey Vera... er það göngutúr í kvöld???

við heyrumst og sjáumst lömbin mín,ég hef ekkert að segja hérna frekar enn fyrri daginn
chio

mánudagur, mars 15, 2004

ObbladíObblada

Hehe
Fór á leikrit á föstudaginn síðasta, á Gretti. Alveg magnað leikrit
Ég hló mig mátlausa s.s. af Tómasi Árna í presthlutverkinu og Ársæli í öllum sínum hlutverkum Alveg brilliant.
Svo voru reyndar allir frábærir í þessu leikriti Bara fullt af hrósum frá mér ;) hehe
Svo fór ég með Karitas og Hemma rúntinn, langt síðan ég hef gert eitthvað með þeim Var voða gaman, fékk að vita heilan helling hehe


Við bloggsysturnar erum orðnar svoldið latar við að blogga, sem er ekki nógu gott......held ég


Vááá hvað ég er búin að vera dugleg Ég er búin að gera eitt stykki skilaverkefni í næringafræði. Langt síðan ég hef þurft að læra á kvöldin já ég veit ég er skrítin
En mér finnst ég samt hafa verið dugleg, svo á morgun ætla ég að undirbúa íslenskuritgerðina. Ef til vill skrifa hana bara alla ef ég verð svona dugleg.......já eins og það eigi eftir að ske hehe

Eruð þið búin að lesa á mbl.is að það á að gera hringadróttinssögu að söngleik?? Ætli það verði ekki soldið skrautlegt og sýningatíminn á að vera 3 og 1/2 klukkustund!!

Sáuð þið líka fréttina með 69.ára gamla kallinn í Flórída sem ók yfir fyrverandi eiginkonu (59.ára) sína og tengdamóður (85.ára) sína. Ég fer bara að halda að allur heimurinn sé að fara fram yfir

Eeen jæja þá er komin háttartími fyrir svona þreytta unga stúlku (sem var svo dugleg í dag og púlaði í leikfimi hjá Elínbet). Ég vil bara bjóða ykkur góða nótt og sofið rótt í alla nótt

--{-@ * Hilsen * @-}--

föstudagur, mars 12, 2004

Það er komið helga"frí" ;) hehe

Góðan daginn :)
Vá hvað vikan var fljót að líða, finnst ykkur það ekki?
Kannski var hún svona fljót að líða af því að það var ekki skóli á mánudaginn og mánudagur er lengsti dagurinn hjá mér alveg til 17 :o/ Svo það er kannski ástæðan =)

Svo er víst komin helgi, ekki neitt frí. Óneinei alls ekki. Ég þarf að gera tvö verkefni í næringafræði, ég ÞARF;) að fara á leikrit í kvöld, mæta í næringafræði kl:09:00!! á morgun og læra undir íslensku próf og svo vinna á sunnudaginn og læra meira undir íslenskupróf. Eeen þetta er örugglega ekki neitt, örugglega fullt af fólki sem þarf að gera miklu miklu meira. En ég ætla samt að kvarta :)

Hmm.... ég var að taka svona próf á síðunni hennar Heiðu sem segir mér við hvað ég mun vinna í framtíðinni. Þegar ég skrifaði bara Vera komst ég að því að ég mun vinna við pólitík og vinna alls 41 klst á viku:o/ jakk.... eeen svo þegar ég skrifaði Vera Dögg Snorradóttir þá kom það í ljós að ég mun verða læknir og aðeins vinna 9 tíma á viku
:D Líkar það miklu betur hehe...
Hérna er það próf:
Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationDoctor
Yearly income$846,570
Hours per week you work9
EducationCollege graduate
Created with quill18's MemeGen 3.0!



Síðan tók ég próf hjá henni Sif og komst að því þegar ég skrifa bara Vera þá mun ég deyja 8.nóvember á næsta ári :( (Strákar eru bara vesen ;)...) og svo þegar ég skrifa Vera Dögg Snorradóttir þá mun ég deyja 9.júní 2039 af eðlilegum orsökum, líkar það betur :) hehe
Hérna er prófið:
What will your Funeral be like? by rashock
Username
You will die by:You body was found mangled in a brutal death from an insane lover or jealous significate other.The murderer was sentenced to death row but the chair or gas was too good for them. They sowed you up in a bag and tossed you in your casket, It's a closed case unless your friends and family want to be sick.
Death Date:November 8, 2005
Number attending your funeral?33
How much will you leave to friends and family?$3,652,367
Created with quill18's MemeGen 3.0!


Þetta er alveg mögnuð síða, endilega kíkið á hana :)

Jæja ég var sjoppu-kelling þessa viku í Betúelsbúð með Bertu og Guðbjörgu. Guðbjörg lætur skvo ekkert vaða yfir sig óseisei ;) hehe Hún stendur skvo fast á sínu :) Verð nú að segja að þetta var frekar ömurleg vika, sjoppulega séð. Það var enginn kælir og þar með allir drykkir á svona sirka stofu hita og bara jakkpjakk :o/ En sem betur fer er þetta búið í bili :) hehe

Vitið þið hvað?? það eru engöngu þrjár vikur þar til ég fæ þessa dúllu hér :D Úúúú ég hlakka svooo til :) Er hún ekki mesta dúlla sem til er?? :D En svo á ég eftir að finna nafn á hana og það er skvo vanda verk :o/.... einhverjar hugmyndir?? :)

jæja læt þetta nægja í bili...
--{-@ * Hilsen * @-}--



Ótrúlegt en samt sem áður satt!!

já... ég þessi stóra og mikla mannvera fór að grenja í skólanum í gær!! alveg satt... Það var forvarnarfundur í skólanum og þessi gaur sem heiti Maggi (var trommari í Sálinni og var í Utangarðsmönnum og einhverjum fleirum hljómsveitum) var að sýna okkur myndband, sem btw var bara ROSALEGT og bara SORGLEGT og líka bara ÓTRÚLEGT!!!! og hann var að segja okkur frá því hvað hann gerði og hverju hann lenti í og svo fram vegis og svo fram vegis ... svo voru það viðtöl við fíkla óvirka sem virka og það vara viðtal við hann Jón Indriða sem ég fór á tvo fyrirlestra hjá, hann er fallinn!! búinn að fara í meðferð, en samt sem áður fallinn aftur... Bara sorglegt og ég þessi stóra og mikla manneskja, hef bara svo lítið hjarta og litla sál að ég bara missti mig og fór að gráta!!! :,( þetta var það rosalega, ég gat ekki annað en hugsað um þetta fólk, hvar það væri, hvort það væri dáið og svo framvegis!! Hugsið ykkur, það var maður sem ÁTTI að vera 34ára.. ég endurtek, hann ÁTTI að vera 34ára en hausinn á honum var svo útúr sýrður að hann gæti verið með þroska eða eikkað á ég veit ekki hvað, hann var eins og hann væri bara fatlaður eða eikkað!!! en já... ég get talað alveg endalaust um þetta... en ég ætla ekki að gera það, ekki hér... annars fer ég aftur að gráta.

það eru fjórarritgerðir í vinnslu og tveir fyrirlestrar.... þannig það er nóg að gera. ég er að fara útá Sand í dag, ef vegurinn þanngað verður kominn í stand, það eru það miklar leysingar að vegurinn fór í sundur á einum stað, þannig það er bara að vona að hann verði lagaður...

Já svo má ekki gleyma ástæðunni fyrir því að ég sé að fara útá Sand.... hún Svala Björk á afmæli í dag, og daman er hvorki meira ne minna en 20ára!!! komin á þrítugsaldurinn þessi elska :) til hamingju með daginn Svala mín :*

jæja... ég er farin að skrifa um hana Rósu Guðmundsdóttur.. Vatnsenda-Rósu :) Líf og fjör

chio

miðvikudagur, mars 10, 2004

Það er nú meiri eldmóðurinn í mér ;)

Ég er búin með skilaverkefni í sögu fyrir mánudaginn :) jibbíí... þá þarf ég ekkert að hugsa um það meir, nema náttla það að ég þarf að muna eftr því að skila verkefninu ;) hehe....

Ég ætla bara að láta þig vita elsku Helga Björg systir að pabbi, ótrúlegt en satt, kom á söngkeppnina, nota bene ég bað hann ekki um að koma!!! og hann tók atriðið mitt upp ;) þannig það er aldrei að vita nema ég sendi þér copy af atriðinu :D já já....

Ég skil ekkert í þessum kennurum! það eru margir að henda í mann fullt af skilaverkefnum og ritgerðum sem við, greyin, eigum að skila fyrir páska, það er ritgerð í íslensku og sálfræði sem eiga að vera farnar til skila fyrir páska og svo er það fyrirlestur í sögu, og ég litla sálin valdi mér örugglega ógeðslegasta verkefnið, Útrýmingarbúðir nasista!!! það verður eikkað... já og svo ætla allir kennararnir að reyna að hafa hlutapróf fyrir páska... hvað er málið!!! en any way, það eru nú rúmar þrjár vikur til stefnu... og þrjár vikur í það að ég fer til múttu :D yeah!!!!

jæja... ég verð víst að fara að koma mér, það er svo fundur hjá aðalstjórn UMFB í kveld!!!! en já...

chio

Nenni ekki neinu..... :o/

Nenni ekki að blogga :o/ hef hvort sem er ekkert að segja:op Eeen ég tók annað próf :) Alltaf gaman að taka skemmtilega próf ;) hehe Síðan tók ég til í Blogglistanum hérna til hliðar, jafnast ekkert á við hörkuna í mér ;) hehe

anime chick
You are a human shadow. If a loved one needs you,
you are always right at his or her heels! Your
deep social connection with human beings
produces your qualities of genuine caring and
charisma. However, at times you are naive to
the true nature of your loved ones. Remember
that humans' gift of free will does not always
lead them in wise directions. But your essence
of love and friendship represent the other
precious gifts of humanity. Overall you are a
strikingly valuable and innocent being who has
a lot to give.(please rate my quiz cuz it took
me for freaking ever to create)


What Kind of Shadow Are You? (with gorgeous pics)
brought to you by Quizilla

sunnudagur, mars 07, 2004

Próf Próf Próf :) :) :)

Blue Vibes
Your Energy is Blue. You are a creative thinker
with an active imagination. Artistic and
talented, you want to reach the stars and bring
them down to form. You are trustworthy, honest
and reliable. Others feel comfortable in your
presence as you project a non-threatening,
serene energy.
You would do well in any of the helping
professions, as an artist, singer, diplomat,
orater, or clergy member.


What color is your energy?
brought to you by Quizilla



pure
Congrats! Your a Pure Angel! Angels, as far as most
of them go, are all compatabile creatures, but
Pure ones simply are symbols of God. Pure
Angels always appear when a child is born, when
a rainbow is seen, or when someone shares their
first kiss. They never grow old, an can appear
in the shape of a naked woman with white, bold
wings. Pure angels are the carriers of god, and
show their love to everyone in the world.


What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) This Quiz has amazingly Beautiful Pictures!
brought to you by Quizilla


Home sweet home :)

Jæja þá er maður komin heim í sæluna :)
Kom reyndar í gær, nennti ekki að blogga :p

Ég sé að hún Guðbjörg hefur verið mjöööööög duglega að blogga :)
Hef ekki komist í tölvu í rúma viku og verð bara að segja alveg eins og er þá saknaði ég þess ekkert :p Svo núna veit ég að ég get allavega lifað af án tölvu í heila viku. Efa samt að ég lifi eitthvað lengur af en það... :op hehe

Ferðin suður var bara einfaldlega brilliant út í gegn =)
Kynntist fullt af nýju skemmtilegu fólki ;) og lærði alveg heilan helling :)
Landsspítalinn Hásskólasjúkrahús (verð víst að hafa þetta rétt ;)....) er ekkert smá stór og villandi. Ég þakka bara guði fyrir að hafa ekki einfaldlega týnst þarna. Fullt af göngum, álmum og svo framveigis.
Samt er eitt sem mér finnst standa uppi í þessu verknámi og það er að ég fékk að sjá tvær aðgerðir, það var ekkert smá töff :) Ég veit að ég hljóma eins og einhver klikkhaus, eeen vá þetta var töff :) Fékk að sjá eina lokaða aðgerð og eina opna. Í þeirri lokaðri var verið að taka gallblöðruna. Stungin fjögur göt á kviðarholið og stungið myndavél í. Ætla ekkert að vera lýsa þessu neitt vel hérna :) síðan þegar það var búið að taka gallblöðruna út og ganga frá sjúklinginum. Skar læknirinn blöðruna og þá flæddi út gallsteinar. Enginn furða að manneskjan fékk mikið af verkjum.

Vitið þið hvað er ferðamáti frá hel****??..................... STRÆTÓ!!!
Ég var í Kópavogi í verkalýðsíbúðinni sem Bolungarvík á. Þurfti að ferðast þaðan með strætó til Landsspítalans. Þetta var hreint út sagt tímaeyðsla :p ég þurfti að vakna klukkan korter yfir sex (því ég er svo lengi að hafa mig til :p ....) Strætó (leið 18 ;) ) fór kl 7:05 frá strætóskýlinu rétt hjá íbúðinni. Fórum með honum smá rúnt niðrí mjódd biðum þar í smástund. Þar til leið 111 eða 112 kæmu, síðan endar maður hjá spítlanum sirkar 10/20 mín í átta. En samt var þetta allti lagi á morgnanna. Þá var maður "rænulaus" og tók ekkert eftir því hvað tímanum leið. En á daginn var þetta alls ekki skemmtilegur ferðamáti =op En maður má víst ekki kvarta, þó svo að ég geri það hér ;) hehe

Eins og ég nefndi hér að ofan kom ég heim í gær.
Var greinilega ekki búin að vera nógu lengi í burtu því ég var greinilega ekki byrjuð að sakna "rifrildann" sem fjölskyldan mín á í einstaka sinnum (eins og margar aðrar ;)...) Því á leiðinni heim frá flugvellinum voru fjölskyldan mín bara einfaldlega eins og hún er :) hehe. Bað reyndar pabba að snúa við því ég ætlaði aftur suður. Hann hló bara að mér :) skil ekki af hverju? ég var að meina það ;) hehe

Síðan fór ég á söngvakeppnina, koma BARA ;) heim til að sjá stelpurnar syngja. Ég sá nú alls ekki eftir því. Því þær voru ÆÐI :) Awww ég var ekkert smá stolt :* En vá hvað Bigga atriði var töff! :) Ég og Gunna Dóra vorum svo að vona að hann myndi vinna, vildum að það væri flott atriði frá skólanum í ár :) hehe

Jæja nenni ekki að skrifa meira, ætla að fara að fá mér að borða og skríða aftur undir sæng ;) hehe
--{-@ *Hilsen* @-}--

Spennufall af spennufalli ofan!!! :)

Söngkeppnin í gær :) GVUÐ þetta var svo frábært og æðislegt og ég er svo stolt af því að hafa tekið þátt, ég er mjög ánægð með útkomuna hjá okkur "Brotin rif" eins og grúbban kallar sig (Ég, Karen og Ásta)... Við vorum nú ekki í neinu sæti en hey... við erum sigurvegarar í mínu hjarta :) En ég vil óska Bigga til hamingju með sigurinn ;)
já... spennufall... ég hugsa að ég hafi fengið eitt slíkt eftir keppnina í gær, ó sei sei já!!! úff... ég hélt að heilinn minn ætlaði að springa... sum sé ég fékk þennan líka rosalega höfuðverk!!! Þannig já... ég Stuðbjörgin sjálf gat ekki staðið undir nafni og stuðað liðið þarna innfrá á ballinu, en ég held að það hafi ekki verið nein þörf á því, því eftir því sem ég best veit þá var alveg rosalegt stuð, enda Stuðmenn að spila ;) ...

Gauti frændi minn á afmæli í dag, hann er hálf áttræður karlinn, þannig þið getir reiknað hversu gamall hann er... smá hint ... 40 ;) Til hamingju með daginn Gauti :*

ég er að fara að vinna þannig þetta verður ekki lengra

chio

föstudagur, mars 05, 2004

Sísí sveimar á suzuki... voó voó .... :)

Söngkeppnin á morgun... ég hef komið fram í allra kvikinda líki en ég hef aldrei sungið opinberlega, jú ... einu sinni á ættarmóti árið sautján hundruð og súrkál!!!!!! Gvuð minn góður sko, það eru fiðrildi byrjuð að sveima um magann á mér ;) Ég hlakka samt svo til :D *LOL* hey svo er ég alveg 99% viss um það að hinn helmingurinn af mér komi heim á morgun, ekki Gunnar, nei... heldur hún Vera mín!!! vei vei.... mig minnir það að hun ætli að koma hingað á morgun til þess að geta horft á okkur syngja :þ

hey ég var að skoða á netinu og var að velta fyrir mér... tapaði KFÍ í þessum leik??? hummm..??? hehe...!!! Snilld ef ég mætti sagt hafa.

Það var mjög gaman í SÁL303 í dag :D fengum að spila.. ég var í hópnum sem spilaði Party og CO. mitt lið vann!! jibbí... þeir sem hafa eitthvað um málið að segja, þeir skulu hvíla í friði ;)
Ég var að koma úr vinnunni, ég og Gunnar Dóra vorum í því að þrífa Félagsheimilið, alltaf er það jafn gaman.... Já svo er söngæfing núna einhverntíman bráðum... bara eftir 10mín eða svo þannig það er eins gott að vera ready fyrir það... :)

Og já, eitt enn... því mér finnst svo gaman að fá fólk til þess að brosa... skoðið þá ÞETTA and smile for me :*

Chio lömbin mín

miðvikudagur, mars 03, 2004

smá flipp ... :)

Elsku fólk... ég læt kraftaverkin gerast og ég passa ykkur!! :)
warrior
Your a Guradien Angel! Guardien Angels are also
knows as Warrior Angels, because they are the
army of God. Not always meaning that they are
in war, simply that their job is to protect
unwary humans from dark dragons, or other evil
demons. Warrior Angels are not always friendly
with humans, but they will watch over them all
the time. Humans say that when a miracle
happens, thank your guradien angel.


What Kind of ANGEL are you? (For Girls only) This Quiz has amazingly Beautiful Pictures!
brought to you by Quizilla



Daginn lömbin mín :)

í gær, já í gær sko gerðust undur og stórmerki!!!! Ég sem hér skrifar, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, fór á fótboltaæfingu í gær :D yeah... og það var sko ekkert nema hressandi!! *þumall upp;)*
Svo var það bara alveg hörku æfing fyrir songkeppnina á laugardaginn :) váá... þetta verður svo geðveikt :) Ég hlakka til því mér finnst þetta svo fyndið og skemmtilegt ;)

Skóladagurinn í dag var stuttur, laggóður, leiðinlegur, þreyttandi, skemmtilegur, kátur og stuttur ;) allt saman í senn :þ eftir skólann fór söngliðið í Baðstofauna að kaupa efni í pils ;) Sér saumað á okkur... :þ sem við saumum sjálfar, dugnaður, ekkert nema dugnaður. Svo var það smávegis söng æfing og klukkan 17:30 þá hittum við hljómsveitina.. geðveikt :)

Hey... allir... er ekki flott myndin af mér og Veru minni í Emmí Ólínu??? :) yeah...!!!

en já... ég þarf að fara að huga að skattaskýrslunni minn, eins gott að maður skili henni!!!!!! og svo er það spurning hvort mar kíki á ensku verkefnið!! :-/ mar á að gera skil á því á föstudaginn...

en já ég elska ykkur öll...

chio

mánudagur, mars 01, 2004

Ævintýri af ævintýrum ofan :)

Sýningin Grettir var alveg ÆÐISLEG!!! Hreint og beint frábær... ekkert smá flott og FYNDIN... ég var farin að emja og grenja af hlátri!!! :D *LOL* Sko... vá ég er enn að jafna mig eftir þessa frábæru sýningu... ég vil bara þakka öllum fyrir sem stóðu að þessari sýningu. :* BARA ALLIR ... TAKK FYRIR FRÁBÆRA SKEMMTUN, ÞIÐ VORUÐ OG ERUÐ FRÁBÆR :*

Eftir sýnguna lentum við sko í ævintýri, ég, Gunna Dóra, Karen, Helga Guðrún og Jói... Ég sé poll á veginum, eða ég taldi að þetta væri pollur og ætla að sveigja fram hjá honum en sé of seint að þetta er stærðarinnar hnullungur (sum sé steinn) og afturdekkið á bílnum fer á hann og það springur... :-/
Ég fer úti kannt og reyni að vera kjarna kona og byrja að reyna að skipta um dekk ;).. Svo koma Berta, Hjörtur og Arndís á eftir okkur og Hjörtur dregur mig í land með það að skipta um dekk, og ég held að það hafi aldrei verið eins skemmtilegt að skipta um dekk hjá mér, EVER ;) Þið þekkið það sem voruð þarna.. aldrei, allir svo kátir og glaðir :) ...
Þegar dekkið var klappað og klárt þá leggjum við aftur í hann, vorum ekki búin að keyra lengi þá þurfum við að stoppa aftur, ekki mín vegna í þetta sinn... þá hafði fallið aurskriða á Óshlíðina (skriðan númer 2 þetta kvöld ef ég fer rétt með) á milli vegskála og við föst sumsé ísafjarðar meginn, þannig að hefði ekki sprungið hjá mér, þá hefðum við vel geta verið fyrir þessari aurðskriðu... þannig ég er alveg 100% á því að það er einhver yfir mér og passar mig ;) það hefur þurft að reyna á verndarengilinn minn, nokkuð oft ;)

Í hádeginu í dag kom Gunnar í Krossinum í skólann... þessi maður er ekki í neinu uppáhaldi hjá mér, mér finnst hann svo, hvað á ég að segja.. aji ég veit ekki alveg hvert orðið er ... allavega þá er ég ekkert hlint honum. En hugsið ykkur það vara næstum heill menntaskóli í því að reyna að "hakka" hann í sig og aldrei gat hann ekki svarað, það gat enginn látið hann verða kjaftstopp, eða var það nokkuð???
Ég er ekki alveg að gleypa við því að trúa á miðla og í kvöld þá hafði einn tækifæri til þess að sanna sig fyrir mér en honum tekst það ekki, því ég ætla ekki að mæta because ég er að fara að vinna ;) Ég trúi þessu dæmi ekki nema ég fái að reyna á það... Þetta eru örugglega einhverji svindlarar!!!!

En hey... Á fimmtudaginn átti Jóhanna frænka min afmæli og svo á laugardaginn átti Ella frænka afmæli :D Til hamingju með dagana frænkur mínar... Elska ykkur :* frábært :)

En já.... ég er farin að gera.... eitthvað

chio