mánudagur, janúar 05, 2004

Verði ljós... verði ljós!!!!!

Já góðir landsmenn nær og fjær, ég tók þátt í því að ver kirkjugestur í gærkvöldi... ekki í alvörunni samt sko... ég fór ásamt honum Gunnari í tilbúna jólamessu uppí kirkju kl20 í gær, við vorum til klukkan 23. Lýður læknir og Jóakim eru að búa til kvikmynd sem ku heita "Verðir ljós". Þetta á að verða stuttmynd, ég hugsa að myndin verði alveg fínasta fín.

Ég fór í skólann í morgun, að ná í stundatöfluna... ég er ekki nógu sátt... það er allt fullt af eyðum, eða kannski ekki allt fullt af eyðum, en það eru eyður þarna!!! ég verð í 16einingum, þarf helst að taka fleiri, ég sé til, það er töflubreytingardagur á morgun, þá breytist kannski eitthvað!! Ég er núna í því að á hana Albertu sem er að vinna með mér, mig vantar frí eina helgi á Shell... er nebbla að fara til Reykjavíkur :D í þeim erindagjörðum að fara til læknis :-/ ég vona bara að Alberta geti unnið fyrir mig, ég er búin að reyna að ná í hana eins og einhver mother fucker!!! Hringja í hana 3 sinnum og senda henni 1 sms... plís plís plís plís... Guð ef einhvað réttlæti er til í heiminum viltu þá segja henni að segja já við mig ;) ég vinn fyrir hana þá í staðin bara... ekkert mál... ég reyni að redda þessu. Alltaf að sjá björtuhliðarnar í öllu.

Hey hún Anna Margrét litla systir varð fyrir læknamistökum!!! Ég er ekkert smá foj. Gugga fór með önnu til Þorsteins læknis til þess að kíkja á einhverja vörtu sem krakkinn er með undir illinni, það er náttla ekkert mál. Hann Þorsteinn frystir vörtuna en vökvinn, sem hann frysti með, lak... lak þannig að Anna brenndist undir illinni og er núna með brunasár og öll rauð!!! læknar...pfff... en náttla verður öllum á í messunni. Þorsteinn vissi alveg að þetta hafi lekið svona, segir Gugga, hann sagði við hjúkrunarkonuna sem var að hjálpa honum að láta bara stórann plástur yfir vörtuna!! en já ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta...

ég veit ekki hvað ég get sagt fleira... hey kíkið á síðuna hjá under_ground fyndið spjallið í gestabókinni hjá þeim ;) hehe...
En jæja, skólinn á morgun, er það ekki rétt að fara að undirbúa sig og fá andan yfir sig eins og maðurinn sagði ;)

chio

Engin ummæli: