Vegir Guðs eru órannsakanlegir!!!
þessi laugardagur er búinn að vera svolítið dofinn ef svo má segja!!! ég ætla ekkert að nefna ástæðuna hérna inná netinu því mér finnst það bara ekki við hæfi!
ég fór á íþróttamann ársins, þó svo að ég vissi það alveg hver íþróttamaðurinn var ;) en íþróttamaður ársins 2003 í Bolungavík var hann Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, kayakræðari, til hamingju með það Sveinbjörn :*
Stelpurnar "mínar" þ.e.a.s stelpurnar sem ég var að þjálfa í fyrra fengu allar viðurkenningar fyrir góðann árangur :D undir minni stjórn nota bene ;) hehe ... svona er ég mikill þjálfari, ég má vera montin, það er bara þannig!!
IDOL, hvað var nú það??? ég er alveg sammála henni Gullu með það að Akureyri er augljóslega stærri en Blönduós/Blöndós!!! Þó svo að ég hafi alltaf verið hliðholl henni Önnu Katrínu, þá verð ég að segja að hún átti það ekki skilið að fara áfram, það er bara þannig!!! En ég er mjög sátt með það að Kalli sé enn inni :D vei vei... ég var nú að heyra það í gær að þeir sem væru "yfir" stjörnuleitinni hérna á Íslandi væru að reyna að fá hann Kurt Nilsen, the hobbit, eða heims IDOL stjörnuna. í lokaþáttinn á föstudaginn ... ætli það gangi upp??? það veit ég ekki.. en ég veit það að ég á að VINNA á næsta föstudag, bévítans... en ég get horft á úrslitin og kosið Kalla ;) hehe...
en jæja... ég er farin að eta nautakjöt a la pabbi
Chio
laugardagur, janúar 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli