Hæhæ góðir hálsar og aðrir líkamspartar ;) tíhí
Skvo ég verð nú bara að monta mig á því að ég fékk að sofa út í morgun :D Var samt óþekk og skrópaði í Íslensku, en eiginlega var það ekki mér að kenna. Ég gat ekki reddað mér fari inneftir svo ég ákvað bara að vera heima og hafa það gott :)
Ég var inn á ísó áðan með honum Einar bróa og ætluðum við að fara að eyða pening í skóla bækur en neinei bókhlaðan var lokuð...tsss..... Þannig að við fórum í J.O.V. Hann var að ath með gallabuxur og viti menn, ég gat eytt pening, ég keypti mér eitt stykki peysu. :D
Jæja Gulla svo það er IDOL í kveld, ég verð nú að segja alveg eins og þá held ég að Anna Katrín muni detta út. En það er samt spurning, ef henni gengur vel og syngur ÆÐISLEGA vel þá á hún sjéns, því hún er svo mikið sjarmatröll eins og Bubbi er vanur að kalla hana. En mér persónulega finnst að hún eigi að detta út, hún er ekki búin að standa sig og æji ég veit það ekki. En þetta kemur allt í ljós á eftir. Svo er líka þjóðin svo óútreiknanleg að hálfa er hellingur :)
Nenni ekki að skrifa meira, er svo löt.... búin að fá of mikla hvíld :) hehe
Hafið það sem allra best, farið hægt um gleðinnar dyr ;)
* --{-@ Hilsen @-}-- *
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli