laugardagur, janúar 17, 2004

Ég er mjög sátt... MJÖG sátt... við Idol :)

Já... Ég er sko sátt við úrslitin í Idolinu :) mikið ofsalega var Kalli cool, flottur og svalur í þessum gardínu jakka sínum, hann var bara flottur þetta kvöld og auðvitað var sigurinn alveg 100% hans... Til hamingju með það...
Jón 500kall ;) stóð sig líka ansk... vel sko að mér fannst Words var flott hjá honum.. Anna Katrín var stór glæsileg fannst mér, þó svo að röddin sé alltaf að stríða henni... ég taldi "brestina" hjá henni í röddinni í seinna laginu, og "brestirnir" voru 6talsins...
En já... Idolið var frábært og ég get ekki kvartað, þetta var engin smá sýning ef svo má að orði komast.... hvað ætli þeir séu að græða í peningum á þessum þáttum???

Chio

Engin ummæli: