Jæja það líður alltaf lengra og lengra á milli þess að maður skráir niður vitleysinu í sér.... Verð nú að fara að taka mig á :)
Er núna stödd í tölvustofunni í skólanum, er s.s. í eyðu. Er alltaf í eyðu fyrir og eftir hádeigi á Miðvikudögum. Frekar leiðinlegt, en það er fátt hægt að gera í því :o/ Maður ætti eiginlega að vera að læra eeeeeen nei vitið ég nenni því ekki :p Letin mun drepa mann einhvern tíma ;)
Ég sé að handbolta -konan hefur komið upp í Guðbjörg í gær, játs þið hefðuð átt að hitta hana á MSN á sunnudaginn... (hefði ekki viljað vera Gunnar það kvöld ;) hehe)...
Ekki er ég neitt að æsa mig yfir þessu, leiðinlegt jú að við skildum tapa, en svona er lífð það er ekki alltaf á toppnum. :) Ætla ekkert að vera segja neitt meira um þetta mál því ég hef ekki neitt vit á handbolta :op
hehe skondið ég bloggaði akkúrat síðast á síðasta miðvikudeigi, hehe :)
Já þá á ég eftir að segja ykkur hvernig sálfræðin gekk. Ég held að þetta eigi eftir að vera frábærir tímar, Guðbjartur eins og margir sögðu hérna á commentinu fyrir viku, er virkilega hress og alltaf að koma með svona skemmtilega djóka og svo kann hann að halda athyglinni hjá manni =) Svo þetta verður bara hreint út sagt frábært......
Ég var nú bara óhugnalega myndarleg á laugardaginn síðasta. Ég þreif baðherbergið hátt og lágt (hefði öruggleg aldrei gert það ef ég hefði ekki unnið á skýlinu, þar lærði maður skvo að þrífa ;) hehe). Allt voða hreint og fínt :) Síðan bakaði ég snúða. Haldið þið ekki að mín sé myndarleg ;) hehe
Jæja ég nenni ekki að hafa þetta lengra það fer að koma matur og sonna...
Ég og Guðbjörg ætlum í mötó....vonandi er eitthvað gott að borða...mmmmmmmmm
* --{-@ Hilsen @-}-- *
E.s svo allir að fara að sjá vestfjarðar Idol í kvöld, ég ætla að fara og hvetja minn mann hann Jóa"ókeypis" ;) tíhí, Kostar aðeins 500 kr og byrjar kl 20:00 :D
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli