föstudagur, desember 28, 2007

Gleðilega hátíð

Gleðilega hátíð elskurnar

Það er enn verið að fara yfir umsóknir á "uppboðinu" á henni Veru minni. Við erum komin með grundvöll fyrir því að það er áhugi fyrir henni í röðum karlmanna hér á svæðinu þannig... þið verðið að gefa okkur smá séns í að fara yfir þetta allt saman.

Hér á Ljósalandinu var haldið heljarinnar afmælis- innflutningspartý sem hófst og endaði vel, rosalega vel :) ég er allavega mjög ánægð með kvöldið og þakka enn og aftur kærlega fyrir mig og þakka fyrir samveruna. *Skál* Gunnsi minn kunni ágætlega við sig í hlutverki gestgjafans og stóð sig með stakri prýði.

Jólin voru hátíðleg hjá mér og mínum. Litla fjölskyldan var hjá pabba og co. á Holtabrúninni. Margrét okkar fékk mikið af fallegum gjöfum sem við foreldrarnir fengum að mestu að taka upp þar sem hún hafði ekki mikinn áhuga á þessu öllu saman, sat bara úti í horni og pússlaði :). Ég fékk margt fallegt og fínt. Gunnsinn minn gaf mér útivistarföt :):) úlpu og snjóbuxur, nice :* Svo fékk ég spil, cd, bók, eldhúsáhöld, verkfæratösku bleika btw, rúmföt (nice), náttföt, rauð- og hvítvínsglös, kertastjaka, pipar og saltstauka, uppskriftarbók, skart og margt, margt fleira.

Annar í jólum djammið fór betur en áhorfðist! Ég og Vera byrjuðum hérna heima og fórum svo í góðum félagsskap inneftir á Edinborgarhúsið á ball!!! Nice ...
Þetta kennir manni að spila eftir eyranu, ekki hlusta á veðurfréttamenn hvað þá að láta veðrið að spilla fyrir sér en umfram allt spila eftir eyranu ;)

Það er margt framundan hjá mér og mínum á nýju ári. Rosalega góð byrjun á árinu að mér finnst ... ég er farin að hlakka til. Ég byrja árið á að skella mér suður til Reykjarvíkur í skólan og verð í höfuðborginni í viku og verð umkringd endalaust skemmtilegu fólki.
Frægasta og ef til vill umdeildasta þorrablót landsins verður um miðjan janúar og ætla ég vitanlega að skella mér á það, ég verð ekki húsmóðir með húsmæðrum nema bjóða mínum manni á þorrablót!
Febrúar lítur nokkuð vel út, þorrablót bolvíkingafélagsins er þann 15. ef ég man rétt og kitlar það svolítið að skella sér. Ég og Berta (+mennirnir okkar) vorum að enda við að panta okkur miða á Jesus Christ Superstar þann 29. febrúar ... erum við eitthvað að ræða það eða?! Ég er síðan að fara í fermingu þann 2. mars svo má ekki gleyma jeppaferðinni sem verður haldið í þann 6. mars ef ég man rétt, ég vona að það fari að koma í ljós hvort verði farið eða ekki. Ég og Gunnar munum þá rétt ná afmælisdegi dótturinnar númer 2 þann 9. mars vegna þess að þá verðum við að renna í hlað úr jeppaferðinni (ef ekkert stórvægilegt gerist).




Svo er það auðvitað bara ég, Grunnskóli Bolungarvíkur, Kennaraháskóli Íslands, Margrét Gunnarsdóttir, Gunnar Már Jónsson og Ljósaland 13 auk vina og vandamanna sem munu eiga hug minn allan á nýju ári (samt ekki endilega í þessari röð ;)).

Ég mun kveðja árið 2007 í góðum hópi hér á Ljósalandi 13! Ég hlakka til.

Ég vona að þið hugsið til þess hvað við erum mörg heppin að vera í kringum ástvini okkar yfir hátíðirnar og þurfum ekki að upplifa sorgina (sama hvernig hún kemur okkur fyrir sjónir) á þessum tíma. Ég var minnt á það um daginn með góðu raunveruleikatjékki eins og einhver kallar það hvað ég hef það gott. Góður maður, prestur, var einn af þeim sem kom mér til þess að hugsa um það. Þegar ég leyfði mér að hugsa um orð prestsins með 100% athygli í kollinum þá grét ég. Mikið lifandi skelfing hvað ég grét!! Ég vildi að ég hefði orð hans skrifuð niður á miða hérna hjá mér en orð eins og: "að gleðjast tekur sinn tíma, að syrgja tekur sinn tíma, að lifa tekur sinn tíma, að deyja tekur sinn tíma ..." fengu mig til þess að hugsa og pælingar hvað lífið getur komið okkur á óvart. Ef einhver kannast við þessi orð sem ég ritaði hér að ofan þá má sá hin sami láta mig vita hvar þau eru að finna.
Ég þakka Guði fyrir hvað ég hef það gott og hve vel hann hefur farið með líf mitt þó auðvitað hefði ég viljað að margt hefði farið á annan veg en í raun gerðist. Þó foreldrar mínir eru skilin og ég sé ekki mömmu mína á hverjum degi þá hugga ég mig við það að ég get talað við hana í síma þegar ég vil ... báðir foreldrar mínir eru á lífi. Hefðu foreldrar mínir ekki skilið ætti ég ekki Önnu Margréti litlu systur, ég ætti ekki Helgu Guðrúnu litlu systur og ég ætti ekki eldri bræður þá Halldór og Hjört (mig dreymdi alltaf um stóran bróður þegar ég var yngri. Eldri systur mínar ... ekki móðgast;)) Öll systkini mín, hálf og fóstursystkini mín eru mér öll kær og ekki glíma þau við mikla efriðleika í sínu lífi. Ég eignaðist 100% heilbrigða dóttur sem er himnasending frá guði. Ég á trausta vini sem ég veit að ég get treyst. Ég hef kynnst nýju fólki, eignast annað heimili í útlöndum, lært nýtt tungumál og kynnst fullt af nýju fólki. Ég gæti haldið endalaust áfram. En ég er sátt og þakka fyrir mig og mitt á hverjum degi.
Elsku fólk ... ég er ekki að rita þessi orð í einhverju væmni- þunglyndiskasti heldur í fullri alvöru því ég vona að ég sé ekki sú eina sem geri mér í raun og veru grein fyrir því hvað ég hef það gott og við flest öll.

Kveðja frá Guðbjörgu.

mánudagur, desember 24, 2007

Litla jólabarn...

Jáh litla jólabarnið og prinsessa með meiru hún Guðbjörg Stefanía mín á afmæli í dag!! Stúlkan er orðin 22.ára...veivei bara búin að ná manni ;) hehe
Langar að misnota aðstöðu mína ;) og óska henni INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN KRÚTTA!! Kyssi þig og knúsa þegar ég kem með pakkann til þín á eftir ;*;*;*

Annars ætla ég bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla!! Hafið það gott um jólin krúttin mín!! :)


laugardagur, desember 22, 2007

Jólin Jólin allstaðar....

Jæja er orðin þreytt á að horfa á smettið á mér þarna fyrir neðan. Sorry :)
Þetta var svakalegt flibb hjá vinkonum mínum, þeim fannst þetta svooo sniðugt og fyndið. Neita því ekkert ég hló og það mikið. Það sem þeim dettur ekki í hug :) hehe

Jiii jólin eru að koma... Mig langar að vera barn á þessum árstíma, því í minningunni var alltaf kominn þvílíkur jólahnútur og mikil spenna í kringum þetta leiti. En í dag, notthing, nata, sakna þessa hnúts. Oh too be young again.. Er alltaf að telja mér trú um að ég þurfi bara að búa til þessa spennu. En það er bara engan vegin að gera sig... frekar mikill bömmer...

Verð að vinna á þorláksmessukvöld - mér til mikillar ánægju. Skatan verður nefnilega borin á borð á Traðarlandi 8... Viðurkenni það alveg að mér finnst þessi óþefur tilheyra jólahaldinu. En oj!! Ekki fær þetta að snerta mínar varir. Ég vil koma heim nokkrum klst eftir að veislunni er lokið. Þá hefur lyktinn dofnað aaaðeins... Líka fínt að vera að vinna, því núna er enginn Gunna Dóra til að fara niður á Shell og kaupa hambó með. Það var svo skemmtilegt á Þorláksmessu hérna í denn. Svo mikill stemmari að fara niðrá Finnabæ til að borða. Stundum tókum við matinn heim og leigðum video. Mighty Ducks I og II man ég vel eftir :)

Jáh jólin eru skemmtilegur tími og mun ég borða á mig gat - gott betur en það. Jólamatur og jólaboð. Síðan verður pott þétt tekið í spil - það er planað!! ;)

miðvikudagur, desember 19, 2007

Pimp out my friend

Jólin eru hátíð ást og friðar! Enginn upplifir hina sönnu ást ef hann er einn, nei ó nei. Enginn á skilið að vera einn um jól. Allir vilja eiga knús/kúru félaga yfir jól ... ef ekki lengur! Vilt þú gefa bestu jólagjöf EVER?! Lestu eftirfarandi og athugaðu hvort þú getir gert kraftaverk:

Þessi sumarsnót sem fæddist á gabbdeginum mikla 1. apríl 1985 er í leit af góðum kúrufélaga. Hann verður að vera yfir 178 cm á hæð, ekki þyngir en 85 kg. nema hann sé hrikalega massaður. Hann verður helst að vera dökkhærður (skolhært sleppur). Eitt af því fáa mikilvæga er að hann má ekki vera fæddur fyrir árið 1980 (Orri ... sorry you are out). Fituprósenta ekki yfir 3,9%. Má ekki vera neitt air head ... hann VERÐUR að hafa eitthvað vit í kollinum og vita hvert hann stefnir í lífinu því Veru vantar smá handleiðslu. Byssurnar eru mikið atriði (fyrir ykkur sem hafið ekki almennilegar byssur ... hættið að lesa), þær mega ekki vera í lakari kanntinum en þó ekki þannig að þær eru stærri en höfuðið á henni sjálfri. Það allra, allra, ALLRA mikilvægasta er að pilturinn geti gert vinkonu okkur hamingjusama, til æviloka. Það er einnig mikilvægt að hann geti tekið okkur undirritaðar í sátt og fíli okkur í tætlur!
Ekki skemmir fyrir ef pilturinn, já við viljum PILT, sé vel hanginn.Stelpan er alltaf til í game! SKÁL
Stelpan fílar það að fara í hin ýmsu dulargervi og búninga


Þið sem viljið gera góðverk um og fyrir jól. Þið sem hafið áhuga. Þetta er fyrir ykkur:
Tekið verður við umsóknum í kommentakerfi síðunnar. Hafa skal í huga að sms til Veru sjálfrar eru ekki tekin gild!! Umsóknum sem er skilað hingað á síðuna verður svarað eins fljótt og auðið er.

Með von um ástríðufull og friðar jól.
Virðingarfyllst,
Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir og Karitas Sigurlaug Ingimarsdóttir


þriðjudagur, desember 18, 2007

Athyglishlé

Smá pása frá lærdómnum..
Heima hjá mér er allt frekar gamalt. Mér finnst það meiri stemmari, það ríkir svo mikil "saga"/"menning" yfir öllu.
Ég skal gefa ykkur smá dæmi og útskýra aðeins betur hvað ég meina;


Þessa hillusamstæðu áttu foreldrar mínir í sinni búskapartíð, pabbi hélt samstæðunni þegar þau skildu. Hún átti að fara á haugana þegar við fluttum úr Ljósalandi 2, þá pantaði ég hana pent og vildi láta geyma þetta fyrir mig og það var gert. Áður en mamma og pabbi eignuðust hillusamstæðuna átti Magga Lilja frænka hana ... þannig að þessi vina hefur farið víða!
Það sést einnig glögglega að ég á ekki flatskjá né heimabíó. Ég þarf ekkert svoleiðis, þó svo að það sé á 6 mánaðaplaninu og kaupa einhverjar græjur.


Flotta sófasettið mitt! Ég var nú ekki mjög sátt við það í fyrstu en það venst,það er svo kósí. Bæring frændi keypti það árið sautjánhundruð og súrkál!!! Hann keypti sér nýtt sett fyrir nokkrum árum og ég fékk þetta gamla. Töff?
Lampinn er ekta gamaldagslampi ekki satt? Skermurinn er úr kindaskinni sem var víst mjög vinsælt hér á árum áður. Lampinn er kominn frá ömmu og afa Gunnars.
Stólinn sem sést mjög takmarkað þarna útí horni er frá mömmu og pabba Gunnars (við fengum 2 svona stóla), mér finnst hann bara flottur!
Sófaborðið sem stendur svo tignarlega þarna á miðri mynd hirti ég í Skálavík, reyndar hafði það verðið í kjallaranum á Holtabrún 12 þegar pabbi keypti það hús. Ég pússaði það upp, leyfði því að þorna vel og málaði það síðan svart með þakmálningu!
Allt eru þetta hlutir með sögu.


Ég fékk þessa kirkju í jóla/afmælisgjöf frá móðurbróður mínum árið 1998 (það eru næstum því 10 ár síðan!! váá). Ég held mikið uppá þetta jólaskraut mitt vegna þess hve mikið hún minnir mig á kirkju okkar bolvíkinga, Hólskirkju, er einhver sammála?

Þar sem ég er líka alveg að detta inn í jólafrí og er orðin nokkuð klár á 9 kennsluaðferðunum, atferlishyggju, hugsmíðahyggju, hvað Pavlov gerði, Dewey og þeir karlar og hvaða rannsóknir og kenningar hafa verið settar fram um nám og kennslu barna þá langar mig að setja fram nokkrar hugmyndir á jóla/AFMÆLISgjafa lista
*Úlpa / kápa ... nice
*Snjóbuxur (til hvers samt ... hvar er snjórinn?)
*Bækur ... alltaf gott að fá bók.
* DVD (kvikmyndir/þáttaraðir)
*Glingur. ("Ég er geðveik með glimmer" ;))
*Kort í Studio Dan ... nice
* Eitthvað til heimilisins
*Dekur ... NICE
*Ferðaávísun
*Ná öllum prófunum (en það var og er undir mér sjálfri komið)
*Mér finnst alltaf gaman að fá jólakort... ég takmarkaði minn jólakortalista samt all verulega þetta árið. Eeennn leiðinlegt.
*En bara svo það sé á hreinu þá elska ég það að láta koma mér á óvart :D
Annað var það held ég ekki.
Eru ekki allir alveg örugglega búnir að kaupa jóla/afmælisgjöf handa mér? ;) hehe ...
Eru ekki allir alveg örugglega að ná því að ég eigi bráðlega afmæli ... þann 24. des.

Talandi um afmæli!!!!
Hann Hemmi krútta pútt átti afmæli í gær þessi elska!!! Til hamingju með daginn í gær Hemmi. Love you ... knúsa þig later.

Kveðja,
Guðbjörg ... nám og kennslu:inngangur / náms og þroskasálfræði / ritun upplýsingatexta, samskipti og upplýsingatækni fræðingur.

mánudagur, desember 17, 2007

Ég er að fara að detta í gírinn og læra! Síðasta prófið á miðvikudaginn. Mikið rosalega verð ég ánægð og hamingjusöm. Þá loksins get ég farið að kíkja út á meðal fólks og slappað af! Nice...
En til þess að koma mér í gang og hita upp fyrir að svara spuringinum á prófi þá kasta ég þessum spurningalista hingað inn, þetta er víst að ganga í bloggheiminum í dag.

Dansað í rigningunni?

Holland sumarið 2006! Gott sumar og langþráð rigning.

Sagt brandara sem enginn hló að?
Já ... ótrúlegt en satt þá hefur það komið fyrir! Já ég veit, þetta er sjokkerandi

Verið sagt upp af kærasta/kærustu?
Já já ...

Sagt kærasta/kærustu upp?
Já.

Verið ástfanginn?
Þvílíkt!

Kelað í bíl:
Hver hefur ekki gert það spyr ég á móti?!

Grátið yfir bíómynd?
Já ... ég skammarst mín ekkert fyrir það!

Viljað eitthvað sem þú getur ekki fengið?
Auðvitað.

Notið ásta á ströndinni?
No komment!! en nei ...

Stolið úr búð?
Já ... Eplasvala fyrir alltof mörgum árum. Það sem maður var vitlaus og lét plata sig í.

Öskrað á gæludýrið þitt?
Já ... þegar það var ekki að hlíða mér þegar ég gargaði KOMDUUUUUU


Setið um einhvern:
Setið um einhvern? Hvað er það ... nei

Skammast þín fyrir fjölskyldumeðlim?
tja ... roðnaði stundum þegar ég var yngri þegar pabbi kom með einhvern brandara.

Verið með einhverjum sem var ekki einhleypur?
Nei.

Komið í sjónvarpinu:
Já.

Komið fram á sviði?
Svo oft að ég er ekki lengur viss hversu oft ég hef komið fram!

Mætt drukinn í skóla/vinnu?
Nálagt því ;)

Farið topplaus í sólbað?
útskriftaferðalagið... Benedorm

Sært einhvern tilfinningalega?
Já, já.

Verið særð tilfinningalega.
Já, já elskan mín góða!

Verið látin sitja eftir í skólanum?
Nei er það?1

Lent í bílslysi?
Já ... Óshlíð 16. júní 2001. Blessuð sé minning AJ.

Feikað veikindi til að losna við skólann?
Kannski :)

Verið handtekinn?
Nei.

Gert mistök?
Fjöldan allan af mistökum sem ég, sem betur fer, hef lært af.


Sungið vel?
ég tók nú þátt í Idolinu. Segir það ekki eitthvað. Ég komst reyndar ekki áfram, þarf það að koma fram?

Gengið á háum hælum?
Það kom með tímanum...

Guðbjörg.

fimmtudagur, desember 13, 2007

Veislustjórn

Ég á að vera veislustjóri á jólahlaðborðari aðal stað bæjarins (Kjallaranum) hjá Vertanum í Víkinni (Rögnu) annað kvöld. Hvernig hagar maður sér og glensar yfir matarhlaðborði? einhverjar hugmyndir?

Annars er ég ansi niður þessa dagana, ég hef aldrei upp lifað þessa tilfinningu áður ... þolið er búið vegna þess að ég er búin að sprengja mig yfir lærdómnum og enn er eitt próf eftir! Alveg elska ég lífið enn meira þegar klukkan slær 12:00 á hádegi þann 19. desember.

Ég er farin að sofa.
Guðbjörg Stefanía

mánudagur, desember 10, 2007

Slökkt

Ég er komin heim frá Reykjarvík. Reykjarvík var góð, tónleikarnir voru betri og að hitta fólkið sitt var best! ég segi betur frá þessu ... seinna

Ég er að læra fyrir stórt og mikið próf sem verður á fimmtudaginn þannig ég er komin í samskiptabann við umheiminn ... allavega í gegnum netmiðla!

Verið þið sæl.

sunnudagur, desember 09, 2007

Svekkjandi!!

Vá ég var búin að blogga þessa fínu færslu eeeen nei ég eyddi henni á einhvern hátt. Jáh ég er snillingur af verstu gerð...

Við mæðgur komum heim í dag eftir nokkra daga dvöl í höfuðborginni. Ágætis ferð. Móðir nýtti tímann sko vel, það fer ekki milli mála. Verslaði frá sér allt vit og gott betur en það... Undur og stórmerki gerðust í borginni í þessari ferð. Vera Dögg Snorradóttir hóf aksturs feril sinn þar á bæ! Já stelpan keyrði um allt eins og ekkert væri. Og í mínu tilfelli er það sko meira en að segja það. Bjóst aldrei við því að keyra fyrir sunnan. Svo gerið bara grín að mér. En ég er STOLTUST!! :)

Hitti útlendingana í gær, Karitas og Hemma. Kíktum í Kringlunna í gærdag. Iss það var svo lítið af fólki þarna að maður leið eins og Palli var einn í heiminum...NOT!! Vá margmennið sem var þarna. Þetta var litla sveitastelpna EKKI að fíla, ónei... Fórum til ammeríku því Hemmi var svo illalyktandi og þurfti að fara í sturtu ;) Síðan var farið á Stælinn að borða...Mmm....namminamm... Síðan í Smárann í bíó á Heartbreak Kid, ágætist mynd en ekkert meira en það!

Mæsan farin að blogga aftur, æði! Tékkið á því...

föstudagur, desember 07, 2007

Mæja Bet

Elsku Mæja Bet á afmæli í dag!
Mæja Bet er :
*söngfugl mikill
*Góður vinkona okkar gydjanna
*fremsta kennslukona á sviði "rót og kjarni"
*Kann að drekka
* er svo margt!!!

Mæsa ... til hamingju með daginn!!! Þúsund kossar til þín á færibandi.

fimmtudagur, desember 06, 2007

Tóneikarnir

Ég er búin að fá það staðfest! Svala Björgvins mun taka lagið mitt á tónleikunum með föður sínum honum Bjögga. Þannig það er alveg bókað mál að ég fer að grenja ... Einhverjir hugsa örugglega með sér hvaða lag er þetta sem er í uppáhaldi en það er lagið Þú og ég og jól. Ekki veit ég af hverju lagið komst í svona mikið uppá hald en minningarnar spila þar stórt hlutverk!

miðvikudagur, desember 05, 2007

Á hvolfi

Maginn minn hefur verið á hvolfi sl. daga! Djöfulsins ógeð *afsakaði orðbragðið*. Ég eyddi mestallri fyrrinótt að faðma klósettið og kasta upp öllu því sem vildi fara upp ... undir það síðasta var ég orðin smeik við að lifur og lungu færu en það slapp, fyrir horn! Ég var heima í gær og ætlaði sko að reyna að læra f. prófið sem er á föstudaginn úr því ég gat ekki hlunkast í vinnuna en nei ... ég gat það ekki, maginn leyfði það ekki. Ég gat ekki legið því þá var mér óglatt, ég gat ekki setið því þá svimaði mig og ég gat helst ekki gengið eða staðið því þá var mér bæði óglatt og mig svimaði, æðislegt. Ég harkaði þó af mér og fór í vinnu í dag, ég er nagli! Var ekki alveg að meika það, en hey .. ég er nagli.

Ég nenni ekki að tala um prófin og lærdóminn sem eru við það að drekkja mér því þá er ég ansi hrædd um að ég eyði annari nótt í að faðma klósettið.
Skrambi er ég stolt af mér þegar ég horfi yfir farinn veg þetta haustið! Eina sem setur strik í reikningin er sú staðreynd hvað ég hef hitt vini mína lítið, en það hljóta að koma tímar til þess að bæta úr því *Núna er ég bara að stríða örlögunum með því að segja þetta!!*

Reykjarvík á föstudaginn! Skemmtilegt ... tónleikar með Bjögga Halldórs á Laugardaginn SKEMMTILEGAST!!! ji hvað ég hlakka til. Ég get svo svarið það að ef Svala Björgvins kemur og tekur lagið með pabba sínum og syngur mitt uppáhalds ... þá fer ég að grenja. Það er og verður bara þannig. Ég læt ykkur vita hvernig það fer. Ég kem svo heim aftur á sunnudaginn! Stutt stopp í Reykjarvík, great. Ég fer svo suður aftur í janúar og verð í viku og næ þá kannski að eyða einhverjum peningum á útsölunum.

Eitt svona í lokin ... hvernig á maður að haga sér sem veislustjóri? Hvernig brandara á maður að koma með ? ... komið með komment.

mánudagur, desember 03, 2007

ha! ha! ha!

Á spítalanum voru ættingjarnir saman komnir á biðstofunni þar sem einn fjölskyldumeðlimur lá mjög veikur. Loksins kom læknirinn þreytulegur og dapur. "Ég er hræddur um að ég færi ykkur slæm tíðindi" sagði hann og horfði upp á áhyggjufull andlit ættingjanna.

"Eina von ástvinar ykkar er sú að hann fái heilaígræðslu. Þessi aðgerð hefur ekki ennþá verið prófuð til hlítar og er mjög áhættusöm en er jafnframt eina vonin í þessari stöðu. Tryggingarnar greiða allan kostnað af aðgerðinni en þið þurfið að borga heilann."

Ættingjarnari sátu hljóðir og meltu með sér þessar fréttir. Eftir dálítinn tíma spurði einn þeirra; "Hvað kostar heili?" Læknirinn svaraði strax. "Karlmannsheili kostar eina milljón en kvenmannsheili kostar hundrað og fimmtíu þúsund"

Allir ættingjarnar urðu frekar vandræðalegir en karlmennirnir forðuðust að horfast í augu við konurnar. Nokkrir gátu ekki á sér setið og glottu og jafnvel flissuðu. Einn þeirra gat þó ekki hamið forvitni sína og spurði þeirrar spurningar sem alla langaði að spyrja að; "Af hverju er karlmannsheilinn svona mikið dýrari? "

Læknirinn brosti umburðarlyndur af einfeldni mannsins og útskýrði þetta fyrir öllum hópnum. "Þetta er bara þetta venjulega verð sems sett er upp, við getum ekki selt kvenmannsheila dýrari en þetta því þeir eru notaðir!!!"