miðvikudagur, apríl 11, 2007

Páskarnir...


Jæja svo jæja, páskarnir liðnir með öllu sínu tilheyrandi! Reyndar klikkaði ég á einu; páskaegginu! Það stendur enn þá upp á hillu og bíður eftir því að verða borðað - bara engin áhugi fyrir því hérna megin. Ef það er eitthvað sem maður er búin að gera nóg af yfir helgina er það að borða! Svei mér það....










Annars er þetta bara búið að vera frábærir páskar. Bekkjarhittingurinn á sunnudaginn toppaði að sjálfsöðu allt! Það var svo roslega gaman! Dýrka þessa krakka út af lífinu! :-D Núna eru það bara strákarnir sem plana næsta hitting ;) hehe



Var alveg óð í myndavélina þeirra Bertu&Hjartar (eða á Hjörtur vélina? ;) ...) Svona grip langar mig í og ef ég væri ekki að fara út myndi ég fjárfesta í svona grip. Ekki spurning! Tekið var um 500 myndir þetta kvöld - sumar mis góðar, sértaklega þegar líða tók á myndirnar/kvöldið. Því þá fór halla undir fæti á myndatökumanninum ;) En Bertja&Hjörtur tóku reyndar líka myndir og ég held að þau eiga þessar góðu undir lokin :) hehe ...Reyndar var ástandið svo slæmt á okkur stöllum á sunnudaginn að við vorum að fylla inn í eyðurnar hjá hvor annarri á mánudaginn - minnið var ekki alveg að gera sig :op ehe






Þetta var æðislegt kvöld og langar mig að þakka öllum '85 krökkunun fyrir!
Við erum svo frábær! ;) ;*

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við eigum hana saman :)
Takk fyrir frábært kvöld :)

Vera sagði...

hehe....var ekki viss - varst nefnilega að kvarta yfir því á mándaginn að eiga svo lítið ;)
;*

Tinna sagði...

Ekki man ég eftir svona miklum meirihluta af strákum :) Hlýtur að vanta þónokkrar stelpur?

Nafnlaus sagði...

Það vantar 4 stelpur...

Vera sagði...

Reyndar vantar 5.stelpur á myndina :) Gunna Dóra var farin þegar hópmyndtakan var tekin.

Við vorum sum sé 10 stelpur í bekknum í grunnskóla á móti 15 strákum Tinna ;)