Það er vertíð að byrja hjá mér, mikið að gera vertíð, ekki kvarta ég, ég kem mér í þetta sjálf!
Það er próf á morgun, verkefnaskil á mánudaginn, annað próf í næstu viku,þarf að kenna og búa til próf og fara yfir þau svo verð ég með heildagsskólan næstu tvær vikur frá hálf eitt til fjögur (s.s. vinna frá kl.08-16 og þá þrif) svo er líka mikið að gera í einkalífinu, þannig lagað séð ... margar pælingar í gangi, ekkert nema gleðilegt :) vei vei.
Mér til ánægju og yndisauka syngur Pétur Ben. fyrir mig ljúfa í bland við rokkaða tóna, það er fínt, hann er töff!
Ég er að horfa á Skólahreysti. Okkar fólk héðan frá Bolungarvík eru að gera það ágætt, aðalmálið er þó að vera með! Ég er stolt af þeim og ánægð með þau ... en sem komið er allavega ;) Þetta gæti samt ekki annað en batnað.
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli