laugardagur, apríl 21, 2007

Brrr....

Jáh ég get ekki sagt neitt annað en BRRR núna! Það kvín í glugganum, vindurinn með derring. Komin fönn á götuna og garðana í kring. Hvar er sumarið? Var það vitleysa í mér eða var ekki sumardagurinn fyrsti á fimmtudaginn sl.? Tja, hann er allaveg grár í dag. Endurspeglar eiginlega ástandið á mér, svona frekar grátt. Aðalega vegna þreytu. Augnlokin þyngjast með hverri mín. en ég mun ekki láta segjast. Vaka ég skal til 08:30!

Það er enginn á msn á svona ókristilegum tíma; þeir 4 einstaklingar sem eru inni eru skráðir away - tel ég þá vera sofandi. Nema náttúrulega að fólk sé einfaldlega vakandi og away.......jáh neih það er sofandi.....hver er vakandi á þessum tíma sem þarf þess ekki......örugglega fullt af fólki.....skrítna Vera!

Sjáiði hve örvæntingafull ég er orðin, jaðar við að ég sé farin að tala við sjálfa mig. En það er ekki orðið svo slæmt. Er í raun bara næstum því farin að gera samtal á netinu - það er ekki eins slæmt. Eða hvað?

Gerði mér grein fyrir því áðan að ég hef barasta ekkert heyrt í Guðbjörg í dag (gær hjá norminu)....Tja svei mér þá ef ég sakna hennar ekki bara! Hef tekið eftir því undanfarið að ég er orðin meira háð henni en venjulega. Hún er náttlega vænn fengur (eins og hún orðaði það svo pent hér að neðan)! Kannski ég sms á hana þegar ég leggst til hvílu á eftir.....mmm.....svefn....

Engin ummæli: