þriðjudagur, apríl 17, 2007

Pólitík

Alveg finnst mér það BARA gaman þegar það er leitað til mín til þess að láta af mér kveða í landsmálunum. Það er ekki bara montið sem fyllir mig alla heldur er það líka að þá veit ég að ég er að gera það gott, annars væri fólk varla að leita til mín, er það?
Það hafa tveir pólitískir flokkar leitað til mín, einhverntíman var það framsókn sem leitaði til mín til þess að koma mér í unglingahreyfinguna þar, mér leist fínt á það þá en einhvernveginn var aldrei neitt úr því. Núna fyrr í kvöld var ég beðin um að sitja í 3. sæta á lista Íslandshreyfingarinnar í vesturkjördæmi, ég hugsaði málið í smá tíma ... enda er þetta ekkert smá heiður (finnst mér) en ég sagði samt sem áður pent nei.
Ég veit ekki hvort það sé bara ég eða hvað en ég er allavega komin á þá skoðun að ég er frábær fengur sem allir (allavega margir) vilja fá að njóta! ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spennandi! Það er aldeilis að mín er í stuði... Fín ákvörðun, þú mátt nú síst við því að hafa mikið meira að gera.

Nafnlaus sagði...

Ja tu ert hörku kvendi.... Samt veit ekkert med tennann flokk, anaegd med ad tu tokst tessu ekki;)
Kv.Sigurbjörg sem kemur bradum....