.. Þegar Margrét mín vaknaði í morgun og ég tók hana upp úr rúminu sínu byrjaði hún að hlæja, brosa og skríkja þegar hún leit í rúmið okkar Gunnars. Það þýðir aðeins eitt, Gunnar er kominn heim.
... Ég hef sett í þrjár þvottavélar í morgun af karlmannsfötum. Það þýðir aðeins eitt, Gunnar er kominn heim.
... Það ríkti ró í herberginu okkar Gunnars til að verða hálf tólf. Það þýðir aðeins eitt, Gunnar er kominn heim.
... Þegar ég leit út í morgun þá stóð fallega blár 4Runner fyrir utan (nýji bílinn okkar Gunnars). Það þýðir aðeins eitt, Gunnar er kominn heim.
... Ég mun nýta hvert tækifæri sem ég get til þess að prjóna í leyni. Það þýðir aðeins eitt, Gunnar er kominn heim. (Ég er að prjóna á hann lopapeysu).
... Það gæti verið að ég verði óvenju glöð næstu dagana. Það þýðir aðeins eitt, Gunnar er kominn heim,
Bara svo það sé á hreinu þá er Gunnar kominn heim.
Bara svo það sé á hreinu þá er það ekki eingöngu fyrir gamlar kerlur að prjóna, ég geri það til þess að róa mig (það þarf stundum að dempa mig niður eftir annasaman dag) og hafa eitthvað að gera.
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
the-great-tennessee-marijuana-cave/
Ehemm, smá rugl á copy/paste.
En hvernig er það, er Gunnar ekkert kominn heim ?
Ööö ég er bara ekki frá því að Gunnar sé kominn heim - ef ég skil þessa færslu rétt ;)
biddu, ha eg er ekki alveg ad skilja?! Er Gunnar sem sagt kominn heim?..eda?
Elska thig systa:*
hahahahahahaha :D Hver er gunnar.. :S er HANN kominn heim :s.. hahaha
.. .. ...
Skrifa ummæli