Var að enda við að horfa á The Holiday og eina sem ég get sagt er; GÆSAHÚÐ!!
Oh my! Þessi mynd er sko komin í efstu sætin hjá mér.... jiiii......Hún er mögnuð (ekta stelpu-konu-rómó-grenju-aww-mynd!). Hún er fyndin og kemur á óvart. Yljar manni um hjartaræturnar - hjá mér allavega, setur örugglega strik í reikningin að ég er á næturvakt, ein, vakandi og líkamsklukkan í rugli..... Eeen jáh, váh, ég á fá orð til að lýsa henni. Mæli sko hiklaust með þessari mynd!
Síðan skemmir ekki fyrir að Jude Law er bara jammí í þessari mynd, hann gjörsamlega má eiga mig any day það er bara þannig! Algjört augnakonfekt og svo er hann svo mikið krútt í myndinni :)
Oh my! Þessi mynd er sko komin í efstu sætin hjá mér.... jiiii......Hún er mögnuð (ekta stelpu-konu-rómó-grenju-aww-mynd!). Hún er fyndin og kemur á óvart. Yljar manni um hjartaræturnar - hjá mér allavega, setur örugglega strik í reikningin að ég er á næturvakt, ein, vakandi og líkamsklukkan í rugli..... Eeen jáh, váh, ég á fá orð til að lýsa henni. Mæli sko hiklaust með þessari mynd!
Síðan skemmir ekki fyrir að Jude Law er bara jammí í þessari mynd, hann gjörsamlega má eiga mig any day það er bara þannig! Algjört augnakonfekt og svo er hann svo mikið krútt í myndinni :)
Vera "rómantíska" Snorradóttir
!OUT!
5 ummæli:
Ég horfði líka á þessa mynd á næturvakt um síðustu helgi.
Hún er mögnuð! :)
-Kristín Ólafsdóttir
ohh jáh, hún er æði.. fór á hana í bíó fyrir áramót í miðjum jólaprófum og ég er ekki frá því að hún hafi gefið mér það mikla trú á mannkynið að prófin sem eftir voru komu mjög vel út :D
Þess má geta að Jude Law á sama afmælisdag og ég og Emmi, sem er 29.des, Jude Law fékk sem sagt mig og Emma i afmælisgjöf fyrir 24 árum, skildi hann vita af því?
Horfði á hana í gærkvöldi og líkaði mjög vel. En kærastinn sofnaði eftir sirka hálftíma og babblaði rétt áður en ég fór að heyra hrotur; Þetta er leiðinleg mynd.....sem segir mér bara að þetta er BARA stelpumynd:)
-Karitas:D
Kristín; þetta er mögnuð næturvaktar mynd. Hélt mér allavega vakandi ;)
Ásta; Hún hefur aldeilis gefið þér gott boost yfir jólaprófin - kemur mér svo sem ekkert á óvart. Alveg mögnuð mynd :)
haha góður Þröstur! :) Ef hann veit það ekki er það pott þétt mikill missir fyrir hann. Enda eru þið bræður mjög merkir menn ;)
Karitas; Jáh enda er þetta svona ekta mynd sem við stöllur myndum horfa á saman! Eins og hérna í denn ;)
Skrifa ummæli