mánudagur, apríl 23, 2007

Draumar

ég kom heim eftir ÆÐISLEGA ferð til Reykjarvíkinni í gær keyrandi ásamt minni yndislegu dóttur. Þar hitti ég stóran hluta af fólkinu mínu, fór bæði í heimsóknir og afmæli :*, verslaði og hafði það gaman með kærastanum og stelpunni minni, ég lét svo loksins verða af því að kíkja á hana Helgu Björg systur mína og hennar kærasta hann Gulla uppá Akranes. Sú heimsókn var frábær :*

Þegar maður hefur verið í burtu þá er það alltaf svo gott að fara að sofa í sínu rúmi, ég hefði samt betur sleppt því (að sofa) ef ég hefði vita hverskonar draumur biði mín!
Þetta var einn af þessum draumum sem er svo raunverulegur að það er hræðilegt og svo var allt svo hræðilegt sem var að gerast í honum! Svo þekkir maður þær tilfinningar af eiginraun sem maður svo upplifir í draumnum þannig að draumurinn er svo miklu verri fyrir vikið. Í morgun vaknaði ég eiginlega bara fegin að hlev**** vekjaraklukkan skildi loksins hringja! En eftir þessa nótt hef ég verið með hnút í maganum og öran hjartslátt ... svona kvíðatilfinning. Ég ætla rétt að vona að mig muni dreyma eitthvað skárra í nótt, kannski mig muni bara dreyma um það sem mig dreymir um þegar ég er vakandi! Hvur veit?!

1 ummæli:

Helga Björg sagði...

Takk æðisleg fyrir heimsóknina í gær elsku systir. Það var svo frábært að fá ykkur mæðgur í heimsókn! :)
Knús til ykkar