Gallar. Afhverju þurfa gallar að vera neikvæðir? Er það ekki einmitt þeir sem gera manneskjuna sem hún er að hluta. Verður maður ekki að sætta sig við sína galla. Maður reynir að breyta þeim, að sjálfsögðu. En stundum er það einfaldlega ekki hægt. Verður maður þá ekki að læra að lifa með sínum göllum eins og öðru.
Enginn er fullkominn stendur einhversstaðar ritað.
Vinir manns hafa galla og vil ég frekar líta á þá sem kosti. Afhverju? Jú einfaldlega af því að mér þykir óendanlega væntum vini mína og held því fram að þeir séu englar í dulargervi. Sérhver vinur uppfyllir sérstaka þörf ,eigingirni?, nei það held ég ekki – spilum bara sérstaka rullu í lífi hvors annars. Góður vinur er sá sem stendur með manni í gegnum súrt og sætt. Hann dæmir þig ekki þó þú gerir misstök, frekar hvetur þig til að gera betur næst. Góðir vinir vaxa ekki á hverju strái og því þarf að rækta þá með alúð.
Sá er vinur sem í raun reynist stendur einnig einhversstaðar ritað.
Þögn. Afhverju er mörgum svona illa við þögnina? Persónulega líkar mér ósköp vel við hana. Mér líður vel í þögninni. Eitt sinn var sagt við mig að þögnin segði meira en þúsund orð. Ef maður gæti setið með einhverjum í þögninni án þess að finnast það vera óþægilegt er það af hinu góða. Þá þarf maður ekki óþarfa orð til að gera aðstæðuna betri. Maður þarf ekki alltaf að tala. Líkamstjáning nægir.
Veit ekki afhverju ég er að skrifa þetta. Afhverju bloggar maður yfir höfuð. Nenni ekki að skrifa það sem á daga mína hefur drifið því satt besta að segja er það ekkert íkja merkilegt, allavega pott þétt ekkert merkilegra en það sem þú gerðir. Svo njótið bullsins meðan það endist eða ekki. Þið ráðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli