föstudagur, september 22, 2006

Smá fyrir helgina ...

Ég varð fyrir líkamsárás klukkan 06:30 í morgun!! Árásarmaðurinn fannst á vettfangi og er hann myndarammi sem einnig varð fyrir "líkamsárás" af gardínustöng! Það eru alltaf villt og tryllt læti í herberginu míu :) Bæði fórnarlömin, þ.e.a.s. ég og myndaramminn erum á batavegi, ekkert sést þó á rammanum en ég fékk smá skrámur og sexí bastard mar!! arga garga :) Og b.t.w. þá er þetta ekki skotheld afsökun til þess að fela heimilisofbeldi, bara svo það sé á hreinu. ;)

Pabbi veiðimaður kom heim í gær með veiðifélaganum sínum honum Sigga í gær. Þvotturinn á snúrunum, er pabba þvottur, s.s. veiðifötin og gæsirnar sem hafa hengt sig á snúrurnar eru líka á pabba vegur s.s. þær eru afrakstur veiðarinnar. Að vakna upp fyrir allar aldir, leggjast ofaní skurð og bíða í voninni að það komi hópur af gæsum sem setjast á túnið eða fljúga í góðu fæi yfir skurðinn, ekki mundi ég nenna þessu, ég þakka samt Guði fyrir það að pabbi nenni því vegna þess að ég elska gæs. Villibráð er alveg toutelle!



Þessi sæta ætlar að láta sig hverfa á helginni ásamt foreldrum sínum. Leiðin liggur útá Sand, þar á að vera smalað á helginni.Fyrir ári síðan, þegar það var verið að smala útá sandi tilkynnti Gunnar það að hann væri að verða pabbi, það er heil ósköp hvað tíminn er fljótur að líða. ÉG kippti með mér smalafötum, hvort þau verði notuð er hinsvega allt annað mál.

Engin ummæli: