Las ágætis frétt í Fréttablaðinu í gær; Það var verið að fjalla um tískuvikuna í Milano og að stjórnvöldin þar væru búin að setja lög um að fyrirsæturnar verða að vera viss þungar, samkvæmt IBM-stuðlinum. Ef þær gera það ekki þá fá þær einfaldlega ekki að taka þátt. Það var nefnilega kvartað um það í fyrra að fyrirsæturnar væru of horaðar.
Fólk má náttlega ekki gleyma að það er fullt af fólki í þessum heimi sem líta upp til eða vilja vera eins og þessar fyrirsætur - og þá ekkert endilega bara fallegar. Heldur vilja vera eins grannar, flottar. Og það einfaldlega fer oft út í öfgar.
Svo mér finnst þetta flott framtak! Stolt af þeim þarna í Milano :-D
Langaði bara að deila þessu með ykkur........
Svona eiga fyrirsætur að vera; like the real women :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli