.. hvað ég hef enga stjórn á sjálfri mér í þeim efnum að gera það sem ég á að gera þegar ég hef tíma til!! Ég nenni engu því ég er svo löt, ég er löt vegna þess að ég er þreytt, ég er þreytt vegna þess að ég hef mikið að gera og ég hef mikið af gera vegna dóttur, háskóla, vinnu, líkamsræktar, spenningi, vonbrigðum(engum stórvægilegum þó) og svo mætti áfram telja! Ég verð ennþá þreyttari að horfa á skólabækurnar sem bíða mín á borðinu við hliðina á mér, aji, ég læri bara á helginni ;) "Þetta reddast" er gott hugtak.
Síðasta helgi var æðisleg, það var æðislegt að hitta allt af því fólki sem tengist mér! MAMMA, systur, afar og ömmur, frænkur og frændur. Ég er orðin guðmóðir! Guðsonur minn fékk nafnið Þórður Skjaldberg og finnst mér það hreint út sagt hið fallegasta nafn :) Ég er svo montin að það hálfa væri nóg.
~Ég er alltaf að leiða hugan að því hvað lífið er í raun og veru mikið krakftaverk! Það er bara eitthvað við það.
~Bílinn MINN kemur vonandi hingað vestur á morgun með elskhuganum mínum ;) Takið eftir bílinn MINN.
~Klassískur vina hittingur á morgun, ég hlakka til!
~Sérvalin háskólaverkefni bíða úrlausna á mínum vegum ... æðislegt
~Af hverju í ansk?'*$%& er háskólinn svona frábrugðin menntaskóla, þá meina ég í sambandi við vinnubrögð, frágang verkefna og svona eitt og annað.
~Ég er ein heima, reyndar ég og Margrét, mér finnst það ljúft.
~Ég á ekki hljómflutningstæki, mig langar í hljómflutningtæki ... vill einhver gefa mér hljómflutningstæki? Ég á bráðum afmæli ;)
~Ég held ég hafi séð Arnar kærastan hennar Ástu Bj. í Bóksölu stúdenta á mánudaginn, ég er samt ekki alveg 100% viss, allavega 98%.
~Af hverju er maður að blogga? Meina um sig og það sem maður er að gera? Er það athyglissýki, mont, minnimáttarkennd ... ööö ... (hvað er meira til?) aji ég veit það ekki, af hverju er maður að blogga?
~Ég er allavega farin í sturtu og svo fer mig að dreyma eitthvað fallegt.
~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~~
Mér finnst Grímur bæjarstjóri töff... sama hvort hann sé þroskaþjálfi eða ekki, hann er töff bæjarstóri. Give him a break!