mánudagur, ágúst 14, 2006

Mýrarbolti


Mýrarboltinn í ár var BARA skemmtilegur :) ja hérna .... Eftirmálar boltans eru samt ekkert alveg þeir skemmtilegustu þar sem hægra hnéð á mér er ekki eins sexý að það á sér að vera ;) Fór til Lalla læknis í dag og fékk bólgu- og sýklaeyðandikrem, ég vona að ég geti farið að beygja hnéð eins og manneskja á morgun. En þetta sára hné mitt skiptir engu þar sem aðalmálið var að vinna og auðvitað vann mitt lið, Gleðisveit Gaulverjahrepps! Evrópumeistarar annað árið í röð ... við erum komnar til þess að vera! Hell yeah

Það eru alveg fullt af frábærum myndum á síðunni hans Palla ... kíkið á þá síðu.

Engin ummæli: