fimmtudagur, ágúst 31, 2006

-blank-

Ég er að fara suður á helginni, gleði, gleði. Ég mun hitta hana kerlingu móður mína og fullt, fullt af ættingjum þar sem ferðin er aðallega farin til þess að mæta í skírn.
Það er margt um að ske og búið að ske hjá mér, I am so happy að hálfa af því væri nóg, eða nei ... ég hef gott af því að vera mikið happy :) Ég veit ekki hver þremillinn er að mér, það er bara eins og þúsund milljón trilljón fiðrildi eru ofvirk í maganum á mér, í hjartanu mínu, sálinni og huganum! ég veit ekki hvort það sé eitthvað eitt sem veldur því en ég hef sterkan grun um að það er fullt af litlum og stórum hlutum í lífi mínu sem leggjast á eitt og láta mér líða svona.

* Ég er að fara að hitta STORAN hluta af fjölskyldu minni á helginni.
* Ég er orðin háskólamær ... and I like it, like it a lot. Ég er mjög spennt fyrir vetrinum.
* Ég er í þeim hugleiðingum að fá mér bíl, gellan ég mar. :)
* Stelpan mín, hún Margrét, er yndislegust og ég get bara ekki fengið nóg af henni. Komið í heimsókn og hittið hana þá vitið þið hvað ég er að tala um ;)
* Ég gerist guðmóðir á sunnudaginn, ég veit ekki hvernig fólk sem er guðforeldri tekur því en mér finnst það risastórt mál!
* Ég er að fara að taka á á 6vikna námskeiði sem hann Árni er að fara að halda hérna í víkinni. Ég losaði mig við 6 kíló á sex vikum þegar ég var hjá mömmu, takmark mitt er að losna við önnur 6kíló á þessum sex vikum sem ég verð hjá Árna.
* Það er alltaf gaman og gott þegar vináttan á milli manna styrkist og blómstrar ... einnig þegar það er annað og meira en vinátta :)
* Ég er alltaf að komast meira og meira að því hvað ég á fullt af frábæru fólki í kringum mig! Vá hvað það er notaleg tilfinning.
* Allt gengur upp hjá öllum í kringum mig, allavega svo ég best veit.

Þetta er orðin alltof mikil "Ég um mig frá mér til mín" færsla ... ég hef verið með fullt af vangaveltum um þetta og hitt ú hausnum síðustu daga, en ekki nennt að setjast við tölvuna

Ég og Vera fórum í göngutúr í dag ... við gengum að shell stöðinni hér í bæ og sáum busa vera að skúbba bíla. BTW þá er Andri litli bróðir hans Óttars kominn í menntó! össs ... tíminn FLÝGUR áfram. Allavega þá fékk ég bara flash back, shit hvað það var nice og klikkað SKEMMTILEGT að vera í menntaskóla og shit hvað ég sakna hans upp að vissu marki. Ætli ég sakni ekki bara allra krakkanna, ég sakna þess stundum að vera ekki inná NMÍ skriftsofunni með Sæla, Ásgeiri Valdísi og Kristínu og hlæja og hafa það gaman í bland við það að plana eitt og annað. Sjáið myndina sem Valdís setti með færslunni sinni á síðunni hjá ísunum .
aji ... maður er að eldast, það er bara þannig. Sem betur fer er ég það heppin að góðir og skemmtilegir hlutir byrja og enda til skiptist hjá mér ... það tekur alltaf skemmtilegt á móti skemmtilegu hjá mér ... allavega svona oftast. en jamm og jæja ... ég veit ekki hvað ég er að bulla!!

En krakkar, ég elska ykkur og btw ... þó það sé langt þanngað til, þá stefni ég á það að halda svakalega afmælisveislu um jólin :) allir að mæta ...

Engin ummæli: