þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Alveg er þetta magnað


Helgin var mögnuð, fullt af skemmtilegm hlutum sem gerðust og skemmtilegum hlutum sem voru sagðir. Sálin klikkaði ekki frekar enn fyrri daginn, alveg elska ég Sálina :) Ég þakka Bertu, Orra og Rúnari Geir kærlega fyrir dansinn, þannig var að ég og Berta dönsuðum allt ballið frá kl. 00:30 þar til ballið var búið ... nema í pásunni, en Orri og Rúnar Geir komu seint og um síðir, en stóðu sig vel ;) Á laugardeginum þá leið mér eins og ég væri þunn, ojj bara!! Ég held að það hafi alveg bjargað mér frá dái að ég hafi farið í sturtu eftir að ég kom heim af balli, ég var ekki mönnum bjóðandi vegna reykingapestar sem angaði af mér! Allavega, það var haldið í dinner á Shell með fríðu föruneyti, Bertu, Hirti og Gunnari og Magréti minni auðvitað. Svo var haldið útá Ingjaldsand og shit ... það var nú meiri skemmtunin, Sandurinn klikkar aldrei eins og maðurinn sagði. Það var farið að hjálpa til við heyskap þó svo að ég gerði ekkert sem hjálpaði ;), farið til berja, farið á hestbak, rúntað um sveitina, talað saman, hlegið og skemmt sér ... allt eins og það á að vera útá Sandi :) æðisleg helgi útí gegn, ég var ekkert að nenna heim þegar ég, Gunnar og Margrét héldum af stað!

Ég þarf að setja inn myndir við tækifæri frá þessari svaka skemmtilegu helgi.

Alveg finnst mér það magnað hvað fólk getur talað :) ég fór niðrí Grunnskóla um daginn að tala við hana Sossu sem er þar skólastjóri eins og flestir vita,nema hvað að sama dag þá barst í hús dreifibréf þess efnis að það var verið að auglýsa eftir skólaliða í skólann, gangavörð má segja. Daginn eftir var komin saga þess efnis að ég væri búin að sækja um þessa stöðu. Elsku fólkið, það veit auðvitað að ég er súperkona, en að vera full time mamma, vera í skóla og þrífa leikskólann og þá plús það að vera skólaliði er einum of mikið fyrir ofurkonu eins og mig :) hehe .... Þannig, nei ég er sotti ekki um stöðuna sem skólaliði í grunnskólanum! ´

Ég byrja í fjarnáminu á þriðjudaginn næsta, ég hlakka til.

Engin ummæli: