Bloggaði reyndar fyrir helgi sem er náttúrulega ekki frásögu færandi en hún hvarf - eftir mikið erfiði við skriftirnar höfum það nú á hreinu ;) hehe
Ég fer nú að setja upp auglýsingu á MSN eftir henni Guðbjörgu! Hitti hana aldrei þar. Guðbjörg hvernig stendur á þessu?? Ertu að forðast mig? Viðurkenndu það bara. Ég höndla það! =)
Annars sakna ég þín, bara svo það sé á heinu! :* Vona að þið mæðgur hafi það gott :-D
Annars er bara allt gott að frétta af stelpunni. Helgafríið mitt senn á enda, kvöldvakt á morgun og hefst þá 7.daga vinnutörn. Sem er ágætt, því þegar ég er að vinna hef ég eitthvað gera :) Takmarkað sem maður getur haft ofan fyrir sjálfum sér, sérstaklega þegar netið (sem er í boði ME, gleymum því ekki!) er svoldið gjarnt á það að vera ekki til staðar þegar þörf er á :)
Annars var Ásgeir svo elskulegur að fara með mig á Borgafjörð Eystra í dag. Mér fannst fallegt þar, þó ég varð bílhrædd á tímabili og það var ekki aksturslag ökumannsins, langt í frá. Bara "skemmtilegur" vegur og laaaangt niður. Hann Dóri kom með okkur skulum ekki gleyma því. Hann minnti mig á tímabili á hana Heklu mína; Afhverju? Tja, maske af því að hann var með höfuðið út um gluggann - vantaði bara að láta tunguna lafa og ég hefði ekki séð munin á þeim ;)
Svo þegar við vorum að keyra inn í bæinn kemur svona langur vegur - sem minnti mig rosalega á veginn til Flateyrar. Borgafjörður Eystri - bærinn sum sé. Er ekki upp á marga fiska, nokkur hús en það er fallegt þarna, eins og ég sagði hér á undan. Og að fá að sjóinn eftir langa fjarveru var satt best að segja nærandi :)
Síðan má náttlega ekki gleyma að við stoppuðum á Hvammi (vona að þetta sér rétt beygt hjá mér) - sumarhúsi Jóhannesar Sveinsonar Kjarvals :) Merkilegt nokk! Ég tók nokkrar myndir í þessu ferðalagi og var þessi hér til hliðar sum sé tekin á Hvammi.
Ætlaði að setja fleiri myndir inn á þessari færslu en get það ekki. Veit ekki hvort það sé netið eða bara blogspot. Það verður bara að bíða betri tíma. Já sei sei já ;)
Annars ætla ég ekkert að hafa þetta lengra í bili, vona að ég komist á netið fljótlega aftur. En maður veit náttlega aldrei. Svo lifið heil ;)
Annars ætla ég ekkert að hafa þetta lengra í bili, vona að ég komist á netið fljótlega aftur. En maður veit náttlega aldrei. Svo lifið heil ;)
Sakna ykkar heima :*
E.s Berta Hrönn Einarsdóttir myndirnar eru ekki enn þá komnar, ég trúi því ekki að ég þurfi að hringja í þig grátandi ;) hehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli