Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún nema að dreifing melaníns verður ójöfn þegar um freknur er að ræða. Flestir freknóttir einstaklingar eru ljósir á hörund.
Erfðir ráða því hvort einstaklingur hefur tilhneigingu til að fá freknur eða verða brúnn þegar sólin skín á húð hans. Freknóttir eru með sérstakt afbrigði af einu genanna sem ræður húð- og hárlit. Nokkur afbrigði eru þekkt af þessu geni og eru þau víkjandi gagnvart því geni sem algengast er. Ef einstaklingur erfir slíkt afbrigði frá öðru eða báðum foreldrum sínum er húð hans föl og verður freknótt þegar hún er óvarin fyrir sól.
Munur er á þeim sem erfa afbrigðið frá báðum foreldrum og þeim sem erfa það aðeins frá öðru foreldrinu. Arfhreinir (með afbrigðið frá báðum foreldrum) eru rauðhærðir auk þess að vera ljósir á hörund, brenna auðveldlega í sól og fá freknur í stað brúnku. Arfblendnir (það er líklega ég) eru ekki endilega rauðhærðir en hafa sömu húðeinkennin og arfhreinir. Einstaklingar sem eru með ljósa húð og brenna auðveldlega ættu að fara mjög varlega í sól og nota ávallt sólarvörn því þeir eru í miklu meiri hættu en aðrir að fá húðkrabbamein.
Jájá ég er sum sé arfblendin - bölvaður rakki/tík ;) og ég á í miklu meiri hættu á því að fá húðkrabbamein! Svo er maður að fara til sólarlanda - er það þá bara dauðadómur? Greinilega skrefinu nær..... ;)
Ég mun sum sé koma hvítari heim en ég fór því ég mun nota svo sterka sólavörn - blokker er það málið? ;) híhí
En annars var þetta bara smá svona fróðleikur því ég fór allt í einu að hugsa (jam ég veit það skeður svona 2-3x á ári) afhverju maður fengi freknur. Og allt fær maður nú að vita á Vísindavef Háskóla Íslands!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli