Er tónlist stór partur af þér? Veit ekki afhverju, því ég er sjálf persónulega ekki mjög flink á hljóðfæri né einhverju tengdu því, þá er það besta sem ég geri að sitja og hlusta á tónlist. Tónlist er stór partur af mér svona óbeint. Maður getur hlustað á tónlist við hvaða tækifæri sem er. Maður hlustar á tónlist þegar maður er í góðu skapi og þegar maður er sorgmæddur - tónlistarvalið er sum sé í samræmi við það.
Ég myndi setja í mig í flokk þess fólks sem er "alæta" á tónlist. Sum sé ég hef engan spes smekk ;) Veit fyrir víst að ég hlusta á ýmislegt sem vinkonum mínum hefur þótt sérkennilegt...
En tónlist fær mann líka til að hugsa, ef maður tekur sér tíma í það hlusta og spá í hlutina.
Svo undafarið hef ég verið að spá í venjur, afhverju venur maður sig á hitt og þetta. Gerist það bara sí svona?
Því mér finnst voða gott að hlusta á tónlist þegar ég er að læra og líka bara þegar ég er að hangsa í tölvunni.
Og talandi um venjur; Mér hefur t.d alltaf þótt þægilegt að sitja fyrir framan sjónvarpið og læra - hef gert það síðan í Grunnskóla móður minni til mikillar undrunar. Veit ekki afhverju ég gerði og geri (þó ekki eins oft) þetta. En mér finnst það bara þægilegt. En það hafið örugglega áhrif á námshæfni mína , ekki það að mér gekk illa í skóla eða fékk lélegar einkunnir. Hefið kannski fengið enn þá betri.
Ég hef alltaf litið á sjálfa mig sem meðalmanneskju námslega séð, kannski þar sé vandamálið. Hvaða augum maður lítur á sjálfan sig. Því að eftir að ég lauk sjúkraliðanum með minum skólasystrum sem voru víðsvegar á aldursskalanum, komnar með heimili, börn og allan pakkan. En drifu sig á skólabekkinn eftir misjafnlega langa fjarveru. Þá dáðist ég að metnaðnum. Og ég held að hann hafi smitast, því þegar ég hélt áfram að vinna í stúdentnum eftir að hafa útskrifast eftir einnar annar pásu þá fann ég það að ég gerði meiri kröfur til sjálfs míns. Maske ég sé bara svona late bloomer eða ég hafi bara aldrei haft nógu mikinn metnað til náms.
Foreldrar mínir hafa alltaf sagt við mig svo lengi sem ég geri mitt besta þá eru þau stolt af mér. Ég dýrka hvað foreldrar mínir hafa stutt mig vel og hafa alltaf verið stolt af mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Tekið þátt í því sem var í gangi í mínu lífi; eins og fótboltanum - pabbi koma við hvert tækifæri að horfa á mig spila. Eða í skólastarfinu - þau voru alltaf duglega að taka þátt t.d í foreldrakvöldum.
Þau gáfu mér traust þegar ég var á unglingsárunum sem ég vildi ekki bregðast, því mamma sagði alltaf svo lengi sem þau gætu treyst mér þá væri engin ástæða fyrir því að neita mér t.d að fara á ball 16.ára o.s.frv
Það eru þau sem hafa kennt mér hversu mikils virði traust er og finnst mér það vera ein sú sterkasta súla sem heldur öllu uppi - hvort sem það er í samböndum eða vináttu. Bara öllu. Því þegar sú súla brotnar í þúsund mola er erfitt að byggja hana upp, það tekur mikla vinnu og verður hún aldrei heil eftir það. Maður sér alltaf sprungurnar.
Ég tel að foreldrar mínir hafi staðið sig mjög vel í uppeldinu á okkur systkynum, fyrir mína parta er ég stolt af því að vera dóttir þeirra. Ég held að maður lærir mikið af því hvernig foreldrar mans koma fram við mann.
T.d man ég þá stund þegar ég mamma urðum meiri vinkonur en móður/dóttir. Örugglega sú stund sem mamma leit á mig sem fullorðin einstakling - eða svo gott sem ;)
Veit ekki afhverju ég fór allt í einu að tala um foreldra mína, ætli það sé ekki af því að ég sakna þeirra og geri mér meira grein fyrir því hversu stór partur þau eru af mér (eða ég af þeim).
Og ég hefði ekki getað gert helmingin af því sem ég hef áorkað án þeirra.
Síðan segir maður aldrei of oft þeim sem manni standa næst að manni þyki væntum þau og elski :*
Hef þetta ekki lengra, svefnin kallar......
föstudagur, júlí 14, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli