Jájá sei sei, ætli það sé ekki tími til komin að blogga smá :)
Enda er ég í fríi dag, lúxus - það þykir mér!
Ligg hérna á svölunum og læt sólin sleikja mig - ekki amalegt! Maður verður náttlega að þjálfa sig fyrir Mallorca; aðeins 16.dagar ;)
Það byrjaði reyndar ekki að skína sól hérna fyrr en um 13, svoldið skýjað svona fyrst í morgun. En það er búið að vera geggjað veður hérna alla helgina - hef sko far til að sanna það ;)
Og talandi um helgina, þá skellti stelpan sér á ball á Seyðisfirði með Todmobile. Það var hátíð í gangi sem kallast LungA og endaði hún með balli. Vá hvað það var gaman :) Hef aldrei á ævinni farið á ball með Todmobile og sé sko ekki eftir því að hafa drifið mig eftir vinnu :)
Ég er einfaldlega ekki að ná því að júlí sé að verða búinn, ekki eðlilegt hvað þetta er fljótt að líða! :)
Núna er bara 14.dagar í það að ég fari héðan frá Egilsstöðum. Ég ætla að keyra 8.ágúst til RVK svo ég fái einn dag fyrir Mallorca til að vesenast ;) Er meira að segja að spá í því að splæsa á mig fótsnyrtingu og dúlleríi fyrir Mallorca ;)
Síðan hafa verið að minnsta kosti tvær fjölganir; Gulla og Helgi eignuðust gullfallegan prins núna um daginn og svo var Guðmunda fyrrum bekkjasystir og unnusti hennar að eignast dóttur. Til lukku öll með frumburðina! :* Vona að allt gangi vel.
Held að þetta sé það helsta í bili, styttist í að meðbloggarinn minn komi á klakann aftur með gullmolann sinn með sér...aldrei að vita nema hún muni rífa þessa síðu upp ;)
þriðjudagur, júlí 25, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli