.......Ef það er eitthvað sem ég veit um sjálfa mig er það að ég er væmin og er með stórann soft spot fyrir rómantískum myndum. Held að það klikki aldrei að það falli tár í rómó myndum, ekki einu sinni tala um sorglegar myndum eins og Pearl Harbour (sem var náttlega rómantísk) og Forest Gump o.fl þar kom bara flóðbylgjur í röðum.
Ég var nebblega að horfa á The Note Book (í 3x núna by the way..) með mömmu í gær. Pabbi fór suður í gærdag, þannig að ég og mamma leigðum eina góða stelpumynd í tilefni þess :) Versta við það að hafa séð myndina 2x áður var sú að að ég var komin með hroll eða orðin klökk áður en atriðið var byrjað sem hafði þessi áhrif á mig í fyrsta skiptið. Fyrst þegar ég horfði á myndina og það ein í þokkabót. Kom flóðbylgja frá mínum kirtlum. Tíkin vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ég sat í sófanum og snökkti og saug upp í nef mér í gríð og erg. Hekla (tíkin) reyndi að hugga mig þetta grey, en ekkert virkaði. Ég er bara svona væmin :)
Síðan í dag lánaði Gunna Dóra mér Cinderella Storie sem er reyndar gaman mynd/rómantísk mynd. Með sætasta dreng í heimi;Chad Michael Murray sem leikur í One Tree Hill. Ég auðvitað táraðist í atriðinu þegar þessar ljótljótu klappstírur gerðu gis að greyið Öskubusku (Hillery Duff). Þetta er svakalegt, maður má ekki horfa á bíómynd án þess að klökkna. Svo var Guðbjörg að benda mér á síðu sem er hér. Sem inniheldur söguna um eitt það fallegast og rómatískasta bónorð sem ég hef heyrt um á allri minni ævi, ég varð alveg klökk og ég þekki ekki einu sinni þetta fólk :op hehe
Svo ef þú/þið eruð einhvern tíma að horfa með mér á bíómynd sem gæti innihaldið atriði sem gætu leitt til tára, ekki undrast ef ég verð grenjandi eins og mó fó.
Ég er bara hopelessly romantic! eða bara væmin á góðri íslensku :) híhí
--{-@ *Kossar&Knús* @-}--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli