sunnudagur, september 05, 2004

Helgin á enda...

...Þetta er búið að vera hálf dofin helgi, minnigarathöfnin um hana Sif lukkaðist bara vel hugsa ég! Margir sem komu, margir sem ég bjóst ekki einu sinni við að sjá... við lögðum friðarkerti á steinana meðfram skutulsfjarðabrautinni, þetta var endalaust fallegt! Ársæll las minnigarorð af minningarsíðunni sem er tileinnkuð Sif, séra Skúli fór með bæn með okkur og svo spilaði Kristinn Gauti Tears in heven á gítar. Ég fór í jarðaförina á laugardeginum og eftir hana þá gat maður lítið sem ekkert gert, ég var bara lömuð fékk svo smá útrás við það að þrífa jeppan... sunnudagurinn hefur bara farið í rólegheit... þannig það má segja að þetta hafi verið róleg og dofin helgi.

Á morgun tekur við mánudagur!! Busun hefst, mikið gaman af því ;) ... þá rifjast upp þegar maður sjálfur lenti í því að vera busaður, tíminn líður hratt, mér finnst eins og það hafi bara verið í fyrra eða gær ;) ! Á föstudaginn er svo dansiball með Kalla Bjarna og co. hérna í Víkinni, nýnemaballið 16ára aldurstakmark en hey... ég skora alla á að koma ... sem eru búnir að ná 16ára aldir, 16ára og uppúr, skella sér á ball og hafa það gaman ;) Það er ekki alltaf sem Idol stjarna og hans band koma og spila á Vestfjörðum og það í Bolungarvík :) Koma svo, grípa gæsina.

Ég hef þetta ekki lengra, þarf að fara að sofa ... ég hef því mikla hlutverki að gegna á morgun að vekja litlu systur í skólann, smyrja nesti, finna föt, gefa henni morgunmat og ég veit ekki hvað og hvað!!

Elskið hvort annað... ég geri það allavega, ég elska ykkur :*


Engin ummæli: