Ég er búin að vera að hugsa og hugsa og velta mörgu fyrir mér undanfarna daga, ég man samt satt að segja ekki helminginn af því! fyndið, eða hvað?
Ég var að velta einu fyrir mér, af því að ég er kvennmaður, hvort ég ætti að leggja í það að sækja einhver námskeið í einu og öðru sem einungis er ætlað fyrir kvennmenn svo þær verði betri með sig og efli sjálfstraust sitt útí vinnuheiminum. Þá fór ég að velta fyrir mér, núna þá eru konur sagðar auma kynið. Svo eftir nokkur ár, ætli þá karlkynið verði ekki aumara kynið? jah, maður spyr sig. "Karlar athugið, námskeið í hvernig þið getið gert góðann mann betri, viljið þið geta staðið fyrir framan fullt af fólki, viljið þið aukið sjálfstraust... " og bla bla bla.... ég held að þetta sé mikið og gott umhugsunarefni, svei mér þá!
Svo var ég líka að spá, ég hef spáð í þessu svoldið oft, ég veit ekki, jú ég hef skrifað um vangaveltur mínar hérna á vefnum um hvernig lífið getur breyst skyndilega!!! Það er ekki einu sinni fyndið hvernig það getur breyst. Stundum breytist það á alveg hræðilegan hátt, stundum á góðan og þolanlegan hátt, á frábæran hátt og svo framvegis og svo framvegis.... Pælið í því þið eruð hress og fín og flott einn daginn svo daginn eftir þá gerist eikkað og þið getið aldrei gert neitt framar, aldrei! Sov getur lífið breyst með kraftaverkum, kannski gerist eikkað sem gerir gott betra :) ... ég get velt mér fram og aftur í þessu, en ég held ég stoppi núna.
Ég bara ætla að segja við ykkur að ég elska ykkur... gerið eitthvað í dag sem þið mynduð ekki gera á morgun eða hinn, lífið er of stutt til þess að þrasa og efast
þriðjudagur, september 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli