miðvikudagur, september 22, 2004

Það er aldeilis...

... hvað Vera er búin að vera dugleg að blogga ;) ekki er ég búin að vera svona duglega að blogga, allavega ekki þennan mánuðinn :) mikið að gera skiljiði.
Mér líst mjög vel á þetta hjá henni Veru minni að vera búin að setja inn eitthvað af myndum! ég þarf að fara að gera slíkt hið sama! :-/ þegar ég hef tíma ;) kannski ég geri það þegar ég verð komin með nýju fartölvuna, já, Guðbjörg var að kaupa sér fartölvu, hún er væntanleg á svæðið í dag morgun eða á hinn :)

Mér finnst svo leiðinlegt að geta ekki gert öllum til geðs, og þeir sem þekkja mig vita hvað ég á við! ég er að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að hafa alla ánægða en það er ekki að ganga, það er eins og það sé sama hvað maður reynir og sama hvað maður segir þá er það enn þá verra eða ekki nógu gott! eins og t.d. með heimasíðu nmí.is hún er ekki komin í lag (ég veit ALLT um það) , ég er að reyna að halda henni uppi meðan Biggi (vef gaurinn ;)) er á Ítalíu en það er ekki að ganga, vefurinn er sagður gott sem dauður. Ég reyni að setja inn viðburði, fréttir og svona en það virðist ekki nógu gott, ég reyni þó. ég ætla ekki einu sinni að reyna að láta mydnir inná vefinn því það er ekki hægt, það er eitthvað að klikka í vefnum sem enginn virðist geta lagað nema Biggi.
ég get haldið áfram, en ég ætla ekki að gera það, ég verð bara að reyna að þola þetta, þó það sé erfitt (núna fáið þið algert ógeð af mér) og sárt! en jæja, þetta valdi ég og verð að taka á því og höndla þetta go me.

Annars er allt fínt að frétta, dagur hreyfingar var í gær, fór kl 07:30 (í gærmorgun takk fyrir) í Stúdio Dan með Dibbí Hall :) og svo kl 16 í fótbolta, bekkjarmót í fótbolta, þar sýndi ég alveg SNILLDAR takta, ég fer ekki með grín þegar ég segi þetta :) Þetta var CRAZY.
En jæja... ég verð að fara að undirbúa og undirbúa, mikið og margt fyrir höndum...

Bæbæ.. Luv u


Engin ummæli: