Já góðir landsmenn ég er komin heim... heim á íslenska grund. Ég sat á mjög svo skemmtilegum stað á leiðinni heim, allt annar staður en þegar ég fór út!! En jæja á sat í sæti, auðvitað ekki nema það þó, en bíðið við, bíðið við, örlögin eru að láta mig komast yfir þessa hræðslu sem er að byggjast upp í mér!! En já, sætið, sætið var sko á vængnum á flugvélinni, sko ef ég gerðist svo djörf að líta út um gluggann þá bara búmm... sá ég vænginn á vélinni og sá ekkert annað!! jú og blikkandi ljós!! Svo sat ég ofaná hjólunum á flugvélinni!! Þannig að ég sat í miðri vélinni, og ef flugvélin hefði brotnað í tvennt, sem gerist jú mjög oft ;) þá hefði ég verið sú fyrsta til þess að fata það og vera þess heiðurs aðnjótandi að drepast fyrst!! Það sem bjargaði ferðinni heim var samt litli strákurinn sem sat fyrir framan mig... hann var kannski svona 5ára og ef hann sá störnu þá fór hann að syngja ,,Stjarnan mín og stjarnan þín.." og svo kom við og við bútur úr laginu ,,Diskó friskó.." þegar hann dansaði eða dillaði sér í sætinu í takt við ljósin á vélinni. en jæja nóg um þetta.
Heimkoma mín byrjaði ágætlega get eg sagt ykkur, vélin mín lenti rúmum hálftíma á undan áætlun... ég með minn handfarangur, blóm, ferðatölvu, flugfreyjutösku og svo veski, skellti mér í fríhöfnina hljóp einn hring hjá namminu, fann hina huges töskuna mín og fór í gegnum tollinn, afskiptalaus, og beið svo eftir ellý systur í 1tíma, eitthvað þreytt blessunin ;) hehe... Ég stoppaði í RVK í einn og hálfan dag, rúma tvo :) var bara að heimsækja eikkað af fólkinu mínu og notaði svo þriðjudaginn að liggja í leti og horfa á sjónvarpið og fór svo að sýna mig í laugardalslauginni í sundbolnum hennar Ellýar systur, þið sem vitið stærðarmuninn á okkur systrum getir rétt ímyndað ykkur hvernig sjón þetta var, en ég var ómótstæðilega SEXÝ :) eins og ég er bara alltaf ... !!!
Já, á flugvellinum í RVK þá var ég orðin ansi hrædd um peningana mína, þar sem ég var með VEL þungar töskur, tvær !!! Gunna Dóra bjargaði mér og tók aðra töskuna... hún var með 37kg farangur!! en ég bara 27kg ;) hehe... þetta er svona you have to be there saga...!!!
Það var mjög gott að koma heim!! Eins og mamma mín segir alltaf, það er sama hvar maður er og hjá hverjum og með hverjum þá er alltaf gott að fara og koma heim til sín, nú móðir mín er svo vitur og klár þannig auðvitað er þetta rétt hjá henni.!!
Það var svo gott og gaman að mæta í skólann í dag, þegar ég fór loksins í skólann, þegar klukkan var að verða hálf 2 :D heppin ég ha?? Gaman að hitta alla, I LOVE IT, ótrúlegt, ég var farin að sakna allra svo mikið, sérstaklega þeirra sem ég heng með svona í skólanum og tala mikið við og svona, þið takið þetta til ykkar sem eigið þetta ;)
Það er merkilegt í Hollandi, þá er fólk með í garðinum hjá sér, geitur, villisvín, venjuleg svína, hesta (svona pony), fugla (t.d. hænur og endur... fólk er jafnvel með STRÚTA!! Góð hús- og gæludýr það ;)
þetta er orðin nokkuð löng færsla hjá mér og mig langar að skrifa svo mikið meira hérna inná ... en ég geri ykkur það ekki... næst??? þá skal ég segja ykkur frá flugupælingunni minni... Það vantar bara núna.. í næsta þætti framhald..... SPENNÓ ;)
DOEI
miðvikudagur, apríl 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli