fimmtudagur, apríl 15, 2004

Pælingin um fluguna...

Hafið þið aldrei hugsað útí það hvernig það sé að vera fluga á vegg?? ég meina maður heyrir oft sagt : ,,ég hefði viljað vera fluga á vegg þegar þetta gerðist!!" Ég var að pæla ef maður væri nú fluga á vegg... við hvaða aðstæður vildi maður vera fluga á vegg?
ég fór að pæla í þessu um daginn þegar ég var í sturtu, sem gerist nú nokkuð oft, sko það að ég fari í sturtu jaaa, ég pæli líka nokkuð oft í hlutunum... en allvega þá var fluga á vegnum í sturtunni og var alveg eins og stytta þarna á veggnum, og þá fór ég að pæla : ,,Það væri nú fyndið ef þetta væri einhver af vinum mínum, sem vildi hitta mig, óskaði þess að hitta mig, eða upplifa það sama og ég sem fluga á vegg." (ég var í Hollandi þegar ég fékk þessa pælingu í hausinn) En ég byjaði að pæla aftur :,,Ef þessi fluga væri nú einhver af vinum mínum?? Ég vil ekki láta vin minn sjá mig nakta!!". (reyndar vil ég ekki láta neinn sjá mig nakta, ég hugsa að einginn vilji það einu sinn?!) þannig örlög þessarar flugu urðu sú að ég drekti henni ;) ég vil ekki láta vini mína horfa á mig í sturtu.
Svo þegar ég var að pæla þegar ég lá uppí rúmi um daginn, þegar ég sá að það var fluga í loftinu : ,,hver er það sem vill vita hvað ég er að gera núna??"
Sko eg er svo forvitin, eða svona smávegis, ég er og var alin uppí forvitni, ég væri ekkert á móti því að vera fluga á vegg við vissar fyndnar og skemmtilegar aðstæður ;) hehe... en þið?

Ég mæti ekkert í skólann á morgun :D LJÚFT!!!!! sef bara út, hleð batteríin, sem þarf að hlaða, eða ekki, fyrir vinnu helgina á Shell :) víí...

en já... það er svona... Svo eru kosningar í nýja NMÍ-stjórn 29.apríl... maður ætti kannski að hugsa þetta allt fyrir alvöru, hvort mar ætti að bjóða sig fram í eitthvað hlutverk.

DOEI

Engin ummæli: