fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ég hef verið göbbuð!!!!

já herrar mínir og frúr ég var göbbuð í dag : ég var í sakleysi mínu í sögutíma þegar Berta segir mér að fara fram að tala við hana Ástu, það hafi eitthvað komið fyrir... og ég já... Ég fór fram og fékk það þá framan í mig að Inga Lára hafi bakkað á bílinn minn, ég var ekki alveg að gleypa það og spurði hvort þetta mætti ekki bíða í korter, þar til tíminn yrði búinn, en nei, það mátti ekki. Inga Lára átti að vera alveg hágrátandi með stærsta samviskubit í heimi!!! Þannig ég neytist til þess að horfa framan í greyið stelpuna og bölvaði í hljóði að bíllinn minn væri orðinn ljótari en hann er ... Svo talaði ég við Ingu og sagði að ég ætlaði bara að sjá þetta þegar tíminn yrði búinn því ég kynni ekkert að taka á svona málum, þar sem einhver bakkar á einhvern, og í leiðinni pældi ég svona í því hvernig í anskotanum hún náði að bakka á bílinn þar sem hann var staðsettur... Ég verð samt að viðurkenna það að ég var farin að trúa þessu helvíti í endann en ég varð mjög ánægð þegar ég sá ekkert að bílnum, hins vegar var ég ekkert ánægð með þessa stríðni!!! Ég mun hefna mín, sannið til!!!!! ;) á næsta ári eða eikkað... Alltaf er gott glens gott :*

VERA DÖGG SNORRADÓTTIR ER 19 ÁRA Í DAG... SAMBLOGGARI MINN MEÐ MEIRU OG VINKONA MEÐ MIKLU MEIRU :):):)
HAFÞÓR GUNNARSSON Á LÍKA AFMÆLI, HANN ER 43ÁRA KARLINN :):):)
Ég óska ykkur bara til hamingju með daginn og öllum öðrum gabb börnum til hamingju með daginn ;) :*

Þetta verður kannski barasta síðasta færslan mín þar til ég fer út :( ég veit, þið munið grenja!! En ég kem aftur ;) ehehehe... ég er farin að hlakka alveg rosalega mikið til, eins og alla dagana á undan þessum degi ;) En samt á ég eftir að sakna allra svo mikið :( ég er bara farin að sakna ykkur ALLRA nuna strax..!!!

Svo á morgun þá ætlar Ellý systir að ná í mig á flugvöllinn og svo hitti ég Helgu Björg systur :) svakalega gaman :) LOVE IT

En já, það er best að klára að pakka :-/ er ekki alveg búin ... Svo verða allir að muna eftir því að senda mér allt slúðrið á mail --> gugga_besta@hotmail.com <-- muna það elskurnar!! ég trúi ekki nema öðru að eitthvað muni ske ;) ég þekki mitt heimafólk..!!

Any way... ég mun sakna ykkar og svo elska ég ykkur og þar frameftir götunum :)

og svo *GLEÐILEGA PÁSKA*

DOEI :*

Engin ummæli: