Já okei kannski pínu seint, en hver er svo sem að skipta sér af því :p
Uff, þið getið varla ímyndað ykkur hversu oft ég hef sest fyrir framan tölvuna í páskafríinu og ætlað að blogg en hef ekki nennt því. Ég mun kalla þetta ritstíflu aldarinnar :p hehe
Ekki það að ég hafi eitthvað að segja núna, en ég fékk "skammir" í gær. Svo ég ætla ekkert að gefa nein færi til að skjóta eitthvað meira á mig ;) hehe
Þetta er búið að vera hið ágætasta páskafrí. Finnst ykkur ekki? :)
Ég er samt ekkert búin að gera neitt voðalega mikið, veiktist af litlum vírus sem kallast leti :p hehe
Skil þetta ekki, er búin að vera rosalega þreytt allt páskafríið. Bara skil etta ekki. En ég er samt búin að gera meira en að gera ekki neitt :) Ég er búin að vinna meira en ég ætlaði mér og svo fékk ég hana Heklu (hvolpurinn minn) á sunnudaginn þar síðasta og það er náttlega full time jobb að fylgjast með henni. Svo erum við að passa tíkina hans Hödda bró líka. Svo það er búið að vera aldeilis fjör á þessu heimili :) En ég ætla ekkert að tala um það hér. Finnst ég tala um ekki neitt annað þessa daganna en um hunda og þess háttar :)
En svo byrjar skólinn á morgun. *arg* ekki hlakkar mig til. Hefði alveg viljað fá lengra páskafrí :p En maður fær ekki allt sem maður vill :)
Svo á maður eftir að læra alveg heilan helling. Skrifa 3 ritgerðir, gera eitt verkefni. Svo er hlutapróf í sálfræði í næstu viku :o/ Ussuss :)
Svo er nemavakt í kvöld :o/ átti reyndar ekkert að vera á nemavakt þessa vikuna. Alltaf verið að troða manna allstaðar. Ég sem ætlaði að njóta síðasta dags páskafrís míns. Neinei auðvitað er sprengt þá hamingju blöðru. :p En maður á bara að líta á björtu hliðannar. Ég þarf ekki að fara á nemavakt í næstu viku ;) hehe
Svo er sambloggarinn minn að koma vestur í dag :-D oh hvað mig hlakkar til. Hef saknað hennar svo ;)
Jæja nenni ekki að skrifa meira. Verð að hafa eitthvað að segja næst þegar í blogga. Svo það líði ekki svona langur tími.....
--{-@ * Hilsen * @-}--
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli