laugardagur, desember 06, 2003

Því miður er þessi heili fyrir utan þjónustulínu eða allar rásir uppteknar. Vinsamlegast reynið síðar....

Þegar maður situr fyrir framan tölvuna og vill framkvæma einhverjar svaka galdra sem munu mynd einhver svakalega vitur og skemmtileg orð þá kemur bara Blank. Af hverju?
Ég er búin að sitja hérna kannski í tíu mín og hugsa,hugsa,hugsa og hugsa enn þá meira. En aldrei dettur mér neitt sniðugt í hug, kannski það sé vandamálið. Að ég er að reyna að hugsa, það er svoldið krefjandi fyrir mig :) ....að hugsa það er að segja.....
Heilinn minn nær bara engan veginn að tengja orð til að mynda setningar saman svo að ÞÚ lesandi góðir fáir kannski smá glott eða bros á þig.... Ég verð bara að biðjast innilegar afsökunar á þessu :)

Var á svona "Litlu Jólum" hjá Sjúkraliðafélaginu. Verð nú að viðurkenna það að það var skemmtilegt, góður matur og fékk meiri segja pakka......alltaf gaman að fá pakka :)
Samt er ég í svo miklu stuði núna að ég er eiginlega ekki tilbúin að fara að sofa, en að vanda er ekkert hægt að gera nema að fara sofa.....

Vá ekkert smá ævintýri sem Gugg's og Bjarni lentu í! :) Samt svoldið skondið.... Þetta er svona hlutur sem er fyndinn eftir á, en er ALLS ekki fyndinn þegar hann er að ske.....

Já svo er vinna í minni ástkæru Sparkaup á morgun, vúhú... Frá 12:00-18:00, verð að vinna með mágkonu minni, henni Karen sögufræðingi ;)

Er að spá í að fara að horfa á Ædol sem hún móðir mín tók upp, var þetta góður þáttur??

Góða nótt Lömbin mín....
.......og þið sem eruð út á lífinu og eruð að spá í að mála bæinn rauðann, gangið hægt um gleðinnar dyr :)
Hilsen.....

Engin ummæli: