fimmtudagur, desember 04, 2003

Hvaða gríski guð ert þú????
Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla

HallóHallóHallóóóó.....
Hvað segið þið eskunar gott? :)
í dag er fimmtudagurinn 4.desember og í dag eru 20.dagar til jóla!! Bara svona láta ykkur vita, EF þetta skildi hafa farið fram hjá ykkur ;)
Í dag var ég í fyrsta prófinu mínu og einnig næst síðasta, magnað ekki satt? :) Síðasta prófið mitt er á mánudaginn. Kvíð því svoldið... afhverju er ég þá hér í staðinn fyrir að læra? Einfalt, ég bara nenni ekki að læra.... þvílíkur letingi... annað en hún Guðbjörg, hún er svo dugleg :)

Hei! Guðbjörg, ég verð nú að segja að amma þín er mjög vitur! :)

Jæja þá er bara ædol á morgun, eruð þið spennt??....tja ekki ég, enda mun ég ekkert fá að sjá þetta svona "life" eins og þið. Ég verð á litlu jólum hjá SFÍ :D Ætlaði meira að segja að fara í klippingu og litun á morgun eeen neibb! auddað varð það að bregðast mér eins og allt annað :p Klippikonan þurfti að bregða sér suður, en það er svo sem allti lagi þá fer ég bara rétt fyrir aðfangadag og verð voð sæt og fín um jólin :) (þetta reddast alltaf...)

Hei, var að skoða bb.is. Þar var frétt um einhvernskonar "jóladansleik" sem á að vera á Silfurtorgi kl 20:00-21:00 á laugardaginn, það gæti verið skemmtilegt...hmm hvað haldið þið? Efa samt að ég nenni að fara :) (er svo löt... ;)....) Neei núna á ekki stimpla leti á þetta, ég held að mamma og pabbi ætla að hafa matarboð á laugardaginn. Ég sleppi því ekki, alltaf svo gott að borða góðan mat :) :D

Jæja þetta er svo tilgangslaust blaður hjá mér (ekkert skárra en fyrridaginn)...
Lifið heil en ekki hálf ;) tíhí...
Hilsen

Engin ummæli: