Góða kveldið! :)
Langt síðan maður hefur látið sjá sig hér :P
Finnst engum öðrum en mér skrítið að jólin eru gengin í garð?? mér finnst tíminn fljúga svo hratt, og er kannski ekki sátt að hann fari svona hratt framhjá, hjá. Ég er samt ekkert beint að kvarta, það er búið að vera æðislegt að fá smá frí, þó það hafi nú bara verð algjört frí síðast liðnu tvo daga og ég er ekki búin að gera neitt annað en að borða og lesa. Enda er ég bara ánægð með það :) Ég er búin að klára eina af tvem bókum sem ég fékk í jólagjöf og var nú ekkert lengi með hana. Allavega finnst mér það ekki :P Svo í raunin er það ekkert að marka :) Ég byrjaði á henni í gær og kláraði hana svo um kvöldmatarleitið í dag. En þið verðið samt að taka inn í reikninginn að ég lá ekkert beint yfir bókinni, það voru jólaboð og annað sem "trufluðu" lesninguna ;)
Ég vona samt að allir hafa haft það eins notalegt og ég :)
Svo á morgun er vinna í minni ástkærri búð en ég fæ frí á sunnudaginn og svo er nemavakt á mánudaginn.... Alltaf nóg að gera ;)
Eins og þið sjáið eru að koma áramót og fannst mér því tilvalið að leyfa jólasveininum og snjókarlinum að víkja fyrir kampavíni og flugeldum :P en ákvað samt að leyfa jólatrénu að vera ;) Því jólin eru nebblega ekki búin :)
En hvað sem því líður er klukkan að verða svo margt og mig langar að fara að kúra eða bara að horfa á TV (by my lonesome;)...)
Góða nótt öll sömul og hafið það gott.....
E.s. afhverju segja sumir "Gleðileg jólinn" og aðrir "Gleðileg jól"?? Hvort er rétt?? Já þetta er umhugsunarvert ;) hmmmm...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?...?
laugardagur, desember 27, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli