föstudagur, desember 19, 2003

Jedúddamía....það eru að koma jól.....

Já lömbin mín!
Hún Guðbjörg lýgur ekki.... var samt að vona að hún hefði misreiknað sig eitthvað, en það var náttlega þvílík draumóraósk að hálfa er hellingur! Ekki séns að telpan fari að telja vitlaust fyrir afmælið sitt!! :)

Sko Guðbjörg, ég verð nú að segja það að mér finnst ekkert vera nein sérstaklega falleg hugsun á bak við jólagjöfina mín. Ég bara vitna í þig "ég þarf að fara að klára að pakka og redda gjöfinni hennar Veru, nenni því ekki". pff Er það nú vinkona...... Ég fer bara að gráta :./ alveg satt, ég finn fyrir tárunum. Þau eru alveg að koma........... ;)

En jamm og jæja.....
Ég er ekki búin að blogga síðan á mánudag. Ég er ekki svona dugleg eins og Guðbjörg. En svo er ég líka að vinna miklu meira en Guðbjörg svo ég hef "löglega" afsökun.... En ég fer samt ekkert að halda að þið hafið saknað mín... ég þekki skvo mitt "heima"fólk :p

Ég er búin að vera dugleg í dag. Var á nemavakt á Sjúkrahúsinu á ísó, frá 8-16:00. Síðan þegar ég var búin þar fór í niðrí bæ meðan pabbi var að vesenast og ætlaði að finna jólagjafir en fann ekki neitt. Kann ekki að kaupa jólagjafir. Þið þarna sem fáið gjafir frá mér fáið bara tóma kassa því þannig var höfuðið á mér þegar ég var að leita.... TÓMT..
Síðan þegar ég var komin út í vík, ákvað ég nú að gefast ekki upp svona auðveldlega... Enda endaði ég með því að vera búin að finna 3 gjafir af 8. Bara nokkuð gott. Á s.s. BARA 5 gjafir eftir. :)

Á morgun er skvo LANGUR dagur hjá mér. Ég fer að vinna niðrá skýli kl 08:00-12:00 og svo í búðinni frá 12:00-18:00. pff veit nú ekki hvort ég lifi þetta af, en það kemur í ljós. Svo er nemavakt á mánudaginn frá 16:00-00:00
Síðan er ég að vinna á Þorláksmessu frá 09:00-22:00 (fæ samt mat og sonna ;)...) og á aðfángadag frá 09:00-15:00 (Það er ALLS EKKERT heilagt í dag). Nemavakt 29.des og síðan kemur þetta svakalega! ég er að vinna á gamlársdag(31.des) frá 08:00-13:00 á skýlinu og í búðinni frá 13:00-15:00 og síðan er ég að vinna á nýársdag á skýlinu kl 08:00-13:00... Eins og þið sjáið verður annað hvort lítið skemmt sér á gamlárskvöld eða lítið sofið eins og um versló... hmm.....

Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili....
Þetta er orðið nógu langt....
Hilsen....

Engin ummæli: