laugardagur, nóvember 29, 2003

Kvöldið í kvöld... :D

Já... ég er að fara á jólahlaðborð í kvöld með "vinnunni" það er að segja Bakkavík, þetta á að vera árshátíðin, merkilegt. En allavega... ég er farin að hlakka svoldið mikið til sko :) það verður alveg feiki fjör. Ég má samt ekki vera á ballinu, mér var tilkynnt það í gær... helvítis desembera drusla!!! af hverju er desember ekki svona eins og janúar fyrsti mánuðurinn í árinu?? þá væri ég lööönnngu ogðin 18ára, meira að segja orðin leið á því að vera 18 ;) það er ég alveg viss um sko, en það eru 26 dagar þar til ég verð 18ára, sum sé fyrir ykkur sem vitið ekkert þá verð ég 18 24.desember :D jibbí...

200.000 Nagbítar voru að trylla lýðinn á Ísó í gær og munu gera það aftur í kveld!!! Mig langaði nokkuð mikið til þess að fara, en fjárhagurinn leyfir ekki 2 djömm í röð, I you know what I mean ;) jólin að koma og sonna....
Það hefur örugglega verið veiki fjör sko....

en jæja ég ætla að fara að gera ikkað... kannski læra undir íslenskupróf??? já... það er algert must sko, mikið lesefni og 8 blaðsíðna próf, það sagði Emil kennari, þannig það er eins gott að standa sig í stykkinu. Eins og staðan er núna þá losna ég við 1 próf.. en ég á eftir að fá námseinkunn í uppeldisfræði, fæ hana á mánudaginn... best að vona það besta, samkvæmt mínum útreikningum þá er ég með 7.8 þar í námseinkunn :-/ en ég á eftir að fá einkunn fyrir ritgerðina frægu. Þannig það er enn von :) *allir að krossleggja fingurna*

Chio

Engin ummæli: