fimmtudagur, nóvember 06, 2003

* And love, I'll be that fool for you, I'm sure you know I don't mind...and yeees you'll be the only one........ my love, my endless love*

Góðan dag...ehemmm, afsakið... Góða kveldið.

Mig langar nú svoldið að beina fyrstu...nei djók...öðrum orðum mínum á blogg-skriftum mínum í dag til míns yndislega sambloggara, henni Guðbjörgu St. Hafþórsdóttur. Hví líður þér svona mín kæra? hva kom eiginlega fyrir?.... ég stend...nei reyndar sit ég... og gapi bara, get ekki gert neitt meira en það, gapa...

En förum nú út í eitthvað annað en þessar svaðalegu slæmur fréttir sem stall systir mín skrifar hér fyrir neðan...

Fréttir, það er skemmtilegur miðill. Finnst ykkur það ekki?
Ég glugga oft í Fréttablaðið, því það er eini blaða-fjölmiðillinn sem er á heimili mínu. Verð ég nú að segja að mér finnst Fréttablaðið bara hið fínasta blað.... en er ekki allt sem er ókeypis gott .....
Ástæðan fyrir því að ég fer að blaðra um þetta tilgangslausa "blaður" þá er ég að lesa fréttir á mbl.is, horfðu ekki flest allir á fréttir á stöð 2?? jú ég trú ekki öðru. Þá hefur enn ein Idol "stjarnan" dottið út, og ekki var það af völdum Siggu, Þórhalls, Bubba né okkur, þjóðinni, að kenna. Neibb einfaldlega honum sjálfum að kenna, honum Arnari. Þó verð ég að viðurkenna það að ég vorkenndi strákgreyinu pínu. En styð samt 100% ákvörðun yfirmanna Idols. Ég meina reglur eru reglur... þó svo reglur eru til að brjóta þær ...en samt ekki svona reglur.

Jæja nóg um "alvöru" hjá mér og út í eitthvað annað....

Herru haldið ekki að kellan var svo duglega að fara á fótboltaræfingu... en stall systir mín sveik mig, bölvuð...búhúúú Kannski þess vegna sem henni líður svona illa???........neeeei efa það....
Ég hlaupti meira að segja, ekkert labb hjá mínum Eeen samt er ég alltaf síðust, en eins og afi minn (vitur maður þar á ferð .) sagði einu sinni, "einhver verður að vera síðastur til að sá sem er fyrstur sé fyrstur" (okei man þetta ekki alveg 100% orðrétt, en þetta var svona svipað ) þessi speki hefur skvo fylgt mér lengi,lengi..... Núna hugsa eflaust flest allir, "aaa þess vegna er hún alltaf síðust að öllu" .... Já hann afi minn veit hvað hann syngur

Jæja bróðir minn er komin með video-spólu...langt síðan ég hef horft á video. Svo ég ætla að hætta þessum þvílíkum spekingum mínum og fara að horfa á video
Hilsen.....

Engin ummæli: