fimmtudagur, október 30, 2003

Góðan dag!!!
Það er langt síðan ég hef dröslast til þess að skirfa hérna nokkrar línur... leti haugur ég.. en samt ekki!! það er búið að vera geðveikt að gera hjá mér :-/ skólinn og sonna... úff já... síðasti dagurinn hjá mér í Bakkavík var í gær og ég var SMÚLUÐ og ég varð BLAUT!!! usss.... ég bara fékk þessar líka svakalegu gusur á mig... en þetta var samt mjög fyndið, ég verð bara að hefna mín á Kristjáni og Írisi... passið ykkur bara.. múhahahaha :D
En já... það er íþrótta og kennissálfræði á eftir, var í prófi á mánudaginn og við hljótum nú af fá útúr því í dag!! ég trúi ekki öðru og svo er það fótboltaæfing :) yes... en ég er svo hrædd um að drepast.. í alvöru ég er mjög hrædd um það.. ég gæti drepist... ég gæti það alveg á meðan ég væri að hlaupa... kafna eða ikkað því ég er í engu formi!!! það gæti alveg gerst... en any way formið mitt verður komið í ágætt form þegar ég get farið að mæta 100% á æfingar sem bara byrjar í dag því núna er engin bakkavík að þvælast fyrir mér þegar fótboltaæfingar eru ;) jejejeje...!!
Já.. ég er orðin leiðbeinandi í íþróttaskóla hjá UMFB og það er bara fyndið og gaman... skemmtilegir krakkar, af hverju getur litla systir min ekki verið svona skemmtileg og normal?? hmm.... ? ! En það versta við þennan íþróttaskóla er að hann er alltaf á sunnudögum kl 12, maður á að nota sunnudagana til þess að slappa af... ekki rétt?? mikið rétt ;) hehe... já já...
Umm á föstudaginn er Grúví ball á ísó.. je beibí je ;) ég er að spá í því að skella mér ;) það verður örugglega gaman ef mar fer í góðra manna hópi ;) ekki satt ... mikið satt :) já já... Svo á Karen afmæli á sunnudaginn og verður hún 17ára stelpu rófan ;) og mér og mínum manni er boðið í ammæli á laugardagskvöldið.. það verður bara gaman hugsa ég ... :) yess...!!! En váá... ég er örugglega búin að skrifa alltof alltof alltof mikið usss... þið eruð löngu hætt að nenna að lesa þetta... en allavega látið heyra í ykkur... það er gestabók hérna til hliðar og svo getið þið komið með skoðanir lömbin mín :*

Chio

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

We sale online brand valium online. Purchase valium now! http://osdir.com/ml/scsi/2003-11/msg00063.html order valium without prescription. The best quality.