Jæja loksins bloggar maður....
Það er svoldið mikið búið að vera að gera upp á síðkastið .....
Læra undir tvö hlutapróf og eitt skilaverkefni allt fyrir föstudaginn síðasta. Síðan var leynivinavikan, skrallið á föstudaginn...
Jæja byrjum á föstudeiginum :
Hann byrjaði á því ég mætti í hlutapróf kl átta og gekk það bara ágætlega (að ég held), síðan kl 12:40 fór ég í hitt hlutaprófið og gekk það hörmulega, bíst ekki við neinu yfir einum. Síðan fór ég í strípur kl 14:45 og er ég bara mjög ánægð með strípurnar... Síðan um kvöldið ætluðum ég og Gunna Dóra að fara í þetta partý sem tengdist nmi leiknum en komum ekki inneftir fyrr en kl 23 og okkur fannst eins og allir væru að fara (sem var bara vitleysa hjá okkur BTW), þannig að við fórum bara á rúntin á ísó og rétt eftir miðnæti skelltum við okkur til Súðavíkur á ball með Maus. Mér fannst þetta ágætis ball, en persónulega finnst mér skemmtilegra að hlusta bara á Maus en dansa. Frekar erfitt að dansa við tónlistina, sérstaklega fyrir svona staurfót eins og mig..tíhí En þetta var samt ágætt eins og ég sagði áðan. Ég var komin í bólið um hálf fimm og vaknaði "hress" kl11 til að fara vinna kl12...veei gaman gaman.. Síðan er vinna aftur á morgun..... Ég mér ekkert líf
Sáuð þið leikinn???!!!?? Jedúddamía... reyndar sá ég hann ekki, var að vinna. En ég hlustaði reyndar á hann. Pælið í dómgæslunni??? Eyðilagði allan leikinn bara þessi eina dómgæsla, þeir hefðu kannski unnið, hver veit!?!
En mér finnst Íslenska landsliðið staðið sig frábærlega upp á síðkastið (þó svo að maður vill að það gangi betur) og eiga þeir hrós skilið!
Jæja nenni ekki að raus meira í bili...
Góða nótt allir
laugardagur, október 11, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli