Svo segir allavega dagatalið! Oh hve heitt ég þrái sumarið... jaðar við að vera ekki eðlilegt. Svei mér þá! Yndislegir síðast liðnu dagar með sinni sól og dassa af sumarfíling. Ójá ég er komin með nóg af vetri og snjó...
Ekki frásögu færandi en ég fór í óMenningaferð á síðustu helgi. Það var ljúft að fara í burtu. Hitta marga, hitti nefnilega ekki alla sem ég hefði viljað hitta. En Karitas við hittumst þegar Bluntarinn stígur á stokk. Ekki langt í það. Hvernig væri að fara út að borða áður!? Það yrði gaman, Hemmi má líka koma með ;) hehe...
Allavega... óMenningaferðin mín einkenntist af búðrápi (að sjálfsögðu). Ég, mamma og Ewa eyddum næstum því 5klst í Kringlunni á föstudeginum! Merkilegt hvað tíminn er fjótur að líða þegar maður er að eyða peningum (næstum því jafn fljótt og peningarnir hverfa). Jáh svo má ekki gleyma því að maður fór út á lífið í borginni. Jaaaá.... í hvaaa.... 3 og 4 skiptið á ævinni :)
Mæja Bet tók mig undir verndarvæng sinn á föstudeginum. Skemmti mér mjög vel. Fékk viðreynslu DAUÐANS, vægast sagt.
Sat bara og spjallaði við Mæsu, Orra og bróður hans; Bjarna. Þegar það er tekið um axlirnar á mér. Ég, jáh, stífna öll upp. Eðlilega. Þori ekki að líta bíð bara átektar. Síðan er nuddað pínu og ég verð stífari. Síðan er hvíslað í eyrað á mér "Voðalega ertu stíf". Ég hugsa bara; *WTF! Auðvitað er ég stíf! Hver er að nudda mig!* Lít aðeins við til að sjá hver þetta sé. Svo segir hann "Viltu ekki bara koma heim með mér og ég mun nudda þetta úr þér" *Öööö gíí let mí þink, NEI!* Þakkaði honum bara pent fyrir og hann labbaði á brott. Vafalaust niðurbrotinn maður í leit að stífari stúlku til að nudda. Annað eins hef ég nú bara aldrei lent í! HAHA! :)
Amma mín og afi eru svo mikil krútt! ;*
Laugardagskvöldið var ekki svona viðburðaríkt, á djamminu það er að segja. Enda þreytt eftir föstudagskvöldið. Vaknaði snemma til að mæta til Dísarinar minnar, ætluðum að gera myndashow fyrir afmælið. Jáh það var samalagt 145.ára afmæli hjá ömmu+afa. Þar voru saman komin börn, barnabörn og jáh loksins langömmu börn ;) Þar voru mörg skemmtiatriðin sem voru hver öðrum betri. Aðalatriðið var aðsjálfsögðu leynigesturinn enginn annar en KK, kom og spilaði nokkur lög. Æðislegt afmæli í alla staði.
Hitti nokkra víkara þegar komið var niður í bæ. Helga frænda og fleiri. Sá Dalton spila og fannst þeir bara virkilega góðir. Fékk mér Hlölla í nesti. Sat dágóða stund eins rónin sem ég er, í andyri blokkarinnar í kópavogi því elsti bróðir minn vaknaði ekki til að hleypa mér inn. Hann hraut svo "lágt" þessi elska ;) Vægast sagt skemmtileg helgi :)
Kom svo heim á þriðjudaginn, eiginlega með trega. Langaði ekki vestur. Langaði ekki að fara heim. Því að þar vissi ég að beið mín vinna og LÆRDÓMUR! Afhverju ég taldi mig geta lært efnafræði í fjarnámi veit ég ekki. En prófið er ekki fyrr en 6.maí, undur og stórmerki geta alveg gerst (vonandi)
Ætla ekkert að tjá mig um þessa bæjarstjórn. Finnst þetta allt saman frekar kjánalegt. Eina sem ég vil segja er að ég mun sjá eftir Grími. Að mínu mati hefur hann staði sig með prýði. Svo mikið sem ég veit. Fylgist ekkert þannig lagað séð með bæjarmálum...Eitthvað sem maður þarf ef til vill að laga í framtíðinni, það kemur þegar maður hættir að hugsa aðeins um rassinn á sjálfum sér. Og satt best að segja á ég bara nóg með mitt í augnablikinu :)
Verð að hætta þessu, námið hverfur ekkert þó svo ég reyni að forðast það...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hann má nú fá credit fyrir að reyna að nudda þetta úr þér. Annars er þetta með þeim ógeðfelldri tilraunum í að fanga kvennmann sem ég hef heyrt um, en maður fær enginn svör ef maður spyr ekki.
Leiðinlegt að hitta þig ekki, helv...ansk....próf!!! En við hittumst klárlega þegar Bluntarinn mætir á klakann! Og förum út að borða og svoleiðis fyrir tónleika...tökum alvöru prógram á þetta:)
-Karitas
Skrifa ummæli