Ég er búin að lesa þetta nokkrum sinnum yfir. Punktið þetta hjá ykkur og munið.
Bill Gates hefur haldið fyrirlestur í bandarsískum gagnfræðaskóla, eða "high-school", um 11 hluti sem krakkar hafa ekki og munu ekki læra í skólanum. Hann talaði um hvernig pólitísk rétthugsun í kennslu skapar kynslóð fólks sem hefur enga raunveruleika tilfinningu og hvernig þetta getur orðið til þess að þau verði undir í hinum raunverulega heimi.
Bill Gates hefur haldið fyrirlestur í bandarsískum gagnfræðaskóla, eða "high-school", um 11 hluti sem krakkar hafa ekki og munu ekki læra í skólanum. Hann talaði um hvernig pólitísk rétthugsun í kennslu skapar kynslóð fólks sem hefur enga raunveruleika tilfinningu og hvernig þetta getur orðið til þess að þau verði undir í hinum raunverulega heimi.
- Lífið er ekki réttlátt - reyndu að venjast því!
- Heiminum er sama um sjálfsímynd þína. Heimurinn væntist þess að þú áorkir einhverju áður en þú verðir ánægður með sjálfan þig.
- Þú munt ekki fá háar tekjur strax eftir gagnfræðaskóla. Þú verður ekki forstjóri fyrr en þú hefur unnið þig upp.
- Finnst þér kennarinn þinn vera strangur? Bíddu bara þar til þú færð yfirmann!
- Að snúa hamborgurum er ekki fyrir neðan virðingu þína. Afi þinn og amma áttu til annað orð yfir að snúa hamborgurum: Það var kallað tækifæri.
- Ef þú klúðrar einhverju er það ekki foreldrum þínum að kenna, svo hættu að væla yfir mistökum þínum; lærðu heldur eitthvað af þeim.
- Áður en þú fæddist voru foreldrar þínir ekki eins leiðinlegir og þau eru núna. Þau urðu svona eftir að hafa borgað reikningana þína, þvegið fötin þín og hlustað á hversu cool þér finnst þú vera. Svo áður en þú bjargar regnskógunum gætirðu reynt að taka aðeins til hendinni í herberginu þínu.
- Það getur verið að skólarnir útskrifi nú bæði sigurvegara og tapara, en það gerir LÍFIÐ EKKI. Í sumum skólum eru ekki lengur gefnar falleinkunnir og þú munt fá eins mörg tækifæri og þú vilt til að finna rétta svarið. Þetta er ekki í NEINNI líkingu við NEITT í raunveruleikanum.
- Lífinu er ekki skipt í annir. Þú færð ekki frí allt sumarið og mjög fáir samstarfsmenn þínir hafa áhuga að hjálpa þér að finna sjálfan þig. Gerðu það í frítíma þínum.
- Sjónvarpið er ekki raunveruleikinn. Í raunveruleikanum þarf fólk í alvörunni að yfirgefa kaffihúsið og fara í vinnuna.
- Komið vel fram við nördana. Það eru allar líkur á að þeir verði yfirmenn þínir í framtíðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli