föstudagur, apríl 25, 2008

(Póli)Tík

Það er búið að mynda nýja bæjarstjórn hérna í bænum, fínt, fínt og flott.

Ég ætla nú ekki að tjá mig neitt mikið um þessi mál ... þar sem ég er ennþá bara krakki og hef ekkert vit.
Grímru hefur bæði gret góða og slæma hluti. Ég tel að verstu hlutirnir sem hann gerði var að láta sumt fólk hafa of mikil áhrif á sig ... eða komast upp með meira en annað fólk. Ég þekki sögu þess efnis en ætla ekki að fara nánar útí það. Það er margt eða allavega nokkrir hlutir sem einhver skítalykt er af eins og einhver myndi segja.
Góðu hlutirnir eru nokkrir. Mér finnst það mest töff við hann hvað hann er blákaldur við það að segja skoðanir sínar, þannig á fólk að vera og ég er að æfa mig að vera svoleiðis!
Það er dulítil eftirsjá hjá mér á eftir Grími.

Ég vona bara að nýji bæjarstjórinn eigi eftir að geta fyllt almennilega uppí það stóra og háa skarð sem Grímur skilur eftir sig.

Takk fyrir mig.

Engin ummæli: