Ég er alveg búin að gleyma því hvað það er að sofa út. En það er hressandi að vakna svo til hvern einasta morgun kl. 07 eða í síðasta lagi kl. 08:00.
Eins og til dæmis í morgun náði maður að kúra til kl. 07:50, met ha?! ;) Allavega þá er ég búin að gera alveg heil mikið, dotta yfir barnaefni, taka kúkableiju af litla barninu, taka þvott af snúrunum, borða hollan morgunverð, hengja upp úr þvottavélinni og setja aftur í hana, líta í skólabækurnar, síðan en ekki síst hef ég verið að láta mér hlakka til þess að fara að púla á námskeiðinu hjá Árna sem er í dag kl. 11.
Veðrið lofar góðu þannig maður tekur góðan göngutúr í dag, er það ekki? Spurning um að láta sig gossa áleiðis uppá Skálavíkurheiði? Hvað veit maður.
Eitt enn hérna ... ég var að lesa það einhversstaðar um daginn þar sem karlmenn voru spurðir hverjir þeir teldu vera galla eða ókosti nútíma konunar?
Þannig að núna spyr ég þá drengi sem lesa þessa síðu, ef þeir eru einhverjir: Hverjir eru að þínu mati helstu ókostir og gallar nútíma konunar?
og stelpur ... ef enginn drengur svarar og þetta fer að verða svolítið vandræðalegt, tjáið þið ykkur þá eitthvað ;)
laugardagur, apríl 05, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sofa út er eitthvað sem við gallabuxnafólkið þekkjum vel ;) HAHA!
Sofa út er alveg merkilega þægilegt get ég sagt þér:) Þó svo að þú gætir sagt að ég svæfi út á hverjum degi þar sem ég vakna oftast rúmlega 8:)hehehe
-Karitas framtíðar skautadrottning-NOT!!! ;) hehe
Skrifa ummæli