Ég hef ekkert nennt að blogga!
Síðan að ég kom heim úr ÆÐISLEGU jeppaferðinni hef ég verið á fullu við undirbúning árshátíðar Grunnskólans sem haldin var í gær. Ég er varla búin að koma mér niður úr skýjunum ég er svo ánægð hvernig "mitt" atriði gekk, krakkarnir voru frábærir! Ég er búin að horfa á þetta og vá ... ég er svo ánægð. Allir krakkarnir sem komu nálagt árshátíðinni mega sko vera ánægðir, kennararnir mega það líka ;) Það var gert grín af mér í kennaragríninu, gaman af því. Það er skemmtilegt að vera komin kennaramegin við kennaraborðið ;) stuð :)
Ég fór á Skólahreystikeppnina sem haldin var á Ísafirði í dag, sú keppni var ekkert til þess að hjálpa manni að komast niður úr skýjunum því þar stóðu krakkarnir sig enn og aftur frábærlega!! Grunnskóli Bolungarvíkur vann og var Elías frændi, Berglind Halla, Daníel Snær og Sirrý í liðinu. Sigríður Ágústa og Ebba kepptu fyrir hönd Grunnskólans í Súðavík og ekki stóðu þær sig illa fyrir það lið því Suðavíkurskóli endaði í 2. sæti ! Það er því ekkert nema gleði og aftur gleði í gangi hjá mér :)
Þessa dagana eru margar pælingar í gangi hjá okkur skötuhjúum, s.s. mér og Gunnari og þessar pælingar gera mig spennta! það er margt í gangi.
Lífið er frábært.
Páskarnig á næsta leiti sem gerir lífið enn frábærara
sunnudagur, mars 25, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Aaaaaa pæla.....það er svo gaman að pæla....verst að ég geri svo lítið af svoleiðis!! ;) HAHA
úlala!!! það er eitthvað í gangi hjá gyðjunni múhahahahha:)sjáumst eftir nokkrta daga:)kv. stebba
Skrifa ummæli