Ég er ekki að trúa því að það sé eitt ár + 2 dagar síðan ég var í þessum sporum :
Fyrsta barnaafmælið er afstaðið og tókst vel til þó ég segi sjálf frá :) Það komu góðir gestir og stelpan mín var í essinu sínu eins og alltaf. Ég er varla að trúa því að dóttirin sé orðin eins árs, það er eitthvað svo... óhugsandi, en satt. Það að vera foreldri er ólýsandi tilfinning, það er heiður að vera foreldri, það er bara þannig!
Ég læt mynd af litlu sætu stelpunni sem er orðin eins árs fylgja með.
sunnudagur, mars 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Enn og aftur til hamingju með dótturina ;*
Er ekki frá því að ég sé enn þá södd síðan í gær ;) :-D Svo ertu alltaf að tala um kökurnar hennar mömmu, þínar eru sko mjöööög góðar líka! :-D
Þú ert fyrirmyndarmóðir að hálfa er sko hellingur! :)
TIl hamingju með skvísuna, seint kommenta sumir en kommenta þó;)
Skrifa ummæli